Nokia 3310 aftur á markað

Verður kynntur til sögunnar, aftur, síðar í mánuðinum

Nokia 3310 símarnir nutu mikilla vinsælda, enda endingargóðir og einfaldir.
Góðar fréttir Nokia 3310 símarnir nutu mikilla vinsælda, enda endingargóðir og einfaldir.

Nokia mun hefja aftur á framleiðslu á 3310-símunum sem að margra mati eru í hópi bestu farsíma sem framleiddir hafa verið. Síminn kom fyrst á markað árið 2000 og markaði ákveðin straumhvörf á símamarkaði.

Breska blaðið The Independent greinir frá því að framleiðslan verði formlega tilkynnt síðar í mánuðinum á Mobile World Congress í Barcelona. Independent vísar í upplýsingar sem bloggarinn Evan Blass birti á síðu sinni, en hann er jafnan með puttann á púlsinum þegar nýjungar eiga sér stað í tæknigeiranum.

Síminn mun kosta 59 evrur, rúmar sjö þúsund krónur, og verður hann hugsaður sem ódýr lausn fyrir þá sem vilja einfalda og endingargóða síma. Rafhlaðan verður öflug og mun hún væntanlega endast mikið mun lengur en í símum nú til dags. Ekki liggur fyrir hvenær síminn kemur á markað.

Nokia lenti í erfiðleikum upp úr aldamótum og varð undir í samkeppninni þegar snjallsímarnir litu dagsins ljós. Svo fór að fyrirtækið var selt til Microsoft, en finnska fyrirtækið HMD Global selur og markaðssetur síma frá Nokia í dag.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.