Engin ákvörðun tekin um að skoða fleiri heimili

Vistheimilanefnd telur að hægt væri að hjóla beint í uppgjör við sambærilegar stofnanir og Kópavogshæli – Dómsmálaráðherra með málið til skoðunar

„Það kann að vera að það sé ástæða til að skoða fleiri heimili af þessum toga og mögulega nýtist þessi vinna og fyrri vinna eitthvað í skoðun á slíku, en það hefur engin ákvörðun verið tekin um frekari skoðun á öðrum heimilum,“ segir Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra um næstu skref í kjölfar skýrslu vistheimilanefndar um Kópavogshæli. Fram kom í skýrslu nefndarinnar að fjölmargar aðrar stofnanir og heimili eigi margt sammerkt með hælinu sem gefi tilefni til frekari skoðunar auk þess sem nefndarmenn leggja til að núverandi fyrirkomulag verði einfaldað svo hugsanlega megi komast hjá margra ára vinnu við uppgjör sambærilegra mála. Dómsmálaráðherra segir að ekki sé hægt að gefa sér að aðbúnaður og aðstæður hafi alls staðar verið með sama hætti, án þess að það hafi verið skoðað.

Næstu skref eru nú á höndum dómsmálaráðherra, annars vegar uppgjör á sanngirnisbótum við íbúana á Kópavogshæli og ákveða framhaldið með tilliti til annarra sambærilegra stofnana.

Er hægt að fara beint í uppgjör?

Hrefna Friðriksdóttir, formaður vistheimilanefndar, segir að nefndin hafi lagt til einföldun á núverandi kerfi, sem byggi á lögum um skipun vistheimilanefndar og svo annars vegar sanngirnisbætur.

„Vistheimilanefnd er falið að taka út einhverja tiltekna staði, svo kemur skýrsla og þá er hægt að skoða sanngirnisbætur. Við erum hreinlega að leggja til að menn hugsi rækilega eitthvert einfaldara fyrirkomulag. Og þá er hugsunin fyrst og fremst sú að biðja menn að gefa því gaum hvert þetta raunverulega uppgjör er sem við viljum að fari fram. Vitum við kannski nógu mikið, almennt séð, eru nógu yfirgnæfandi líkur á því hvernig þetta hafi verið á sambærilegum stöðum til þess að við getum farið beinna í uppgjörið?“

Meira í DV í dag

Viltu lesa meira? Þú getur strax lesið þessa grein og aðrar í heild sinni hér á DV.is með því að ýta á „Sjá meira“ og nýta þér hagstæða áskriftartilboð frá aðeins 928 kr. á mánuði.
Sjá meira »
Gleymt lykilorð?
Auglýsing

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.