Gekk í skrokk á tveimur starfsmönnum

Hæstaréttardómur lýsir ógnarástandi innan veggja Logalands ehf.

Stærsti eigandinn var dæmdur fyrir að leggja hendur á samstarfskonu sína.
Logaland ehf. Stærsti eigandinn var dæmdur fyrir að leggja hendur á samstarfskonu sína.

Þann 2. febrúar síðastliðinn staðfesti Hæstiréttur Íslands dóm úr héraði þar sem fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækisins Logaland ehf., Kolbeinn Sigurðsson, var sýknaður af þeirri kröfu fyrirtækisins að hann endurgreiddi þriggja mánaða laun sem hann fékk við starfslok sín. Kolbeinn gegndi starfinu í tæpa þrjá mánuði um mitt ár 2015 en sannkallað ógnarástand ríkti innan veggja fyrirtækisins. Alls störfuðu sjö starfsmenn hjá fyrirtækinu á þessu tímabili, þrúgandi áfengisneysla stærsta hluthafans, Ingibergs Erlingssonar, setti mikinn svip sinn á starfsumhverfið. Meðal annars voru starfsmenn fyrirtækisins með neyðarhnapp frá Securitas sér til halds og trausts ef Ingibergur skyldi láta sjá sig, auk þess sem öryggisvörður frá sama fyrirtæki kom iðulega í heimsókn. Í dómi Hæstaréttar kemur fram að Ingibergur hafi hlotið dóm fyrir að ganga í skrokk á einum starfsmanni fyrirtækisins auk þess sem hann réðst til atlögu við áðurnefndan Kolbein.

Viltu lesa meira? Þú getur strax lesið þessa grein og aðrar í heild sinni hér á DV.is með því að ýta á „Sjá meira“ og nýta þér hagstæða áskriftartilboð frá aðeins 928 kr. á mánuði.
Sjá meira »
Gleymt lykilorð?
Auglýsing

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.