fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Staðir sem þú ættir að sjá áður en þeir hverfa

Loftslagsbreytingar stefna mörgum af fegurstu stöðum jarðar í hættu

Einar Þór Sigurðsson
Föstudaginn 10. febrúar 2017 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir af fegurstu stöðum jarðar eiga á hættu að heyra sögunni til. Flestir þessara staða eru í hættu vegna loftslagsbreytinga á jörðinni, hlýnunar jarðar og þar með hækkandi yfirborðs sjávar. Hér má sjá nokkur dæmi um slíka staði en tekið skal fram að úttektin er alls ekki tæmandi.


Seychelles-eyjar

Seychelles-eyjar eru sannkölluð paradís á jörðu og vinsæll áfangastaður meðal ferðamanna. Seychelles-eyjar eru í Indlandshafi skammt frá Madagaskar. Strandrof (e. beach erosion), það er aukinn ágangur sjávar á eyjarnar, mun gera að verkum að þær muni dag einn fara í kaf. Svörtustu spár gera ráð fyrir því að það muni gerast á næstu 50–100 árum.


Mynd: EPA

Kilimanjaro

Kilimanjaro-fjall í Tansaníu er hæsta fjall Afríku og því ekki hætta á að það hverfi. Það sem flestir göngumenn, sem farið hafa á fjallið, tala um er hversu einstakt það er að ganga af stað úr regnskógi við rætur fjallsins og enda svo á snævi þöktum fjallstindinum. Hækkandi hitastig á jörðinni hefur gert að verkum að ísbreiðan á toppi fjallsins hefur minnkað ár frá ári. Á árunum 1912 til 2007 minnkaði hún um 85 prósent.


Sundarbans-fenjasvæðið

Sundarbans-fenjasvæðið teygir sig yfir stórt svæðið vestast á suðurströnd Bangladess og austast á suðurströnd Indlands. Um er að ræða gríðarstórt skóglendi sem jafnframt er heimkynni fjölmargra dýra í útrýmingarhættu, til dæmis tígrisdýra. Mengun, hækkandi yfirborð sjávar og aukinn ágangur í náttúrulegar auðlindir hefur stefnt Sundarbans-fenjasvæðinu í mikla hættu.


Mynd: EPA

Jöklarnir í Patagóníu

Patagónía er stórt landsvæði í suðurhluta Suður-Ameríku. Patagónía er vinsæll áfangastaðir ferðamanna enda þykir náttúrufegurð mikil á þessum syðsta odda álfunnar. Jöklarnir í Patagóníu hafa löngum verið aðdráttarafl en þeir hafa minnkað mikið á undanförnum áratugum vegna hækkandi hitastigs og minni úrkomu.


Túvalú

Túvalú er lítill eyjaklasi í Pólýnesíu í Kyrrahafi sem situr á milli Ástralíu og Hawaii. Líkt og á við um fleiri eyríki, sem standa lágt yfir sjávarmáli, er Túvalú mikil hætta búin. Íbúar á Túvalú eru aðeins um tíu þúsund talsins sem gerir ríkið að þriðja fámennasta sjálfstæða ríki jarðar á eftir Vatíkanínu og Nárú.


Mynd: Mynd: Photos

Amazon-regnskógurinn

Amazon-regnskógurinn er ógnarstór og nær yfir 5,4 milljóna ferkílómetra svæði. Það gerir hann að stærsta regnskógi í heimi. Þarna eru heimkynni gríðarlegra margra dýra- og plöntutegunda sem eru í mikilli hættu vegna skógarhöggs á stórum svæðum. Ásókn í land til landbúnaðar er mikil á svæðinu og ef fer sem horfir verður Amazon-regnskógurinn ekki svipur hjá sjón innan fárra áratuga.


Mynd: Mynd Photos

Jöklarnir í Ölpunum

Loftslagsbreytingar munu hafa mikil áhrif á Evrópu og þá sérstaklega hæstu punkta álfunnar, þar á meðal Alpafjöll. Alpafjöll eru gríðarstór fjallgarður sem teygir sig um 1.200 kílómetra frá Austurríki og Slóveníu í austri til Ítalíu, Sviss, Þýskalands og Frakklands í vestri. Alparnir standa heldur lægra en aðrir stórir fjallgarðar í heiminum og er þar af leiðandi frekar hætta búin vegna loftslagsbreytinga. Fullyrt hefur verið að Alparnir tapi sem nemur þremur prósentum af jöklum sínum á hverju einasta ári og það endar bara á einn veg.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu