Fréttir

Bjarni biður fórnarlömb Kópavogshælisins afsökunar

Auður Ösp
Föstudaginn 10. febrúar 2017 16:53

„Það er erfitt, en nauðsyn­legt, að horf­ast í augu við það hversu slæm­ar aðstæður fatlaðra ein­stak­linga, barna og full­orðinna, voru á Kópa­vogs­hæl­inu,“ segir Bjarni Benediktsson forsætisráðherra í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar en skýrsla vistheimilanefndar um vistun barna á Kópavogshælinu var rædd á fundi ríkisstjórnarinnar í dag.

„Eins og lesa má í skýrslu nefnd­ar­inn­ar hafði Kópa­vogs­hælið ákveðna sér­stöðu en önn­ur vistheim­ili áttu þó margt sam­merkt með hæl­inu. Ljóst er að af rann­sókn nefnd­ar­inn­ar má draga ýms­an lær­dóm um stöðu fatlaðra barna og for­eldra þeirra og al­mennt um aðbúnað fatlaðs fólks á stofn­un­um,“

kemur fram í yfirlýsingunni og þá kveðst Bjarni þakklátur fyrir að málinu hafi verið gerð jafn góð og vönduð skil og raun ber vitni. Það sé „mikilvægur hluti af uppgjöri þetta tíma­bil í sögu þjóðar­inn­ar.“

Þá beinir hann orðum sínum til allra þeirra einstaklinga sem vistaðir voru á Kópa­vogs­hæl­inu sem börn- og fjöl­skyldna þeirra.

„Fyrir hönd ríkisstjórnarinnar bið ég ykkur afsökunar á þeirri ómannúðlegu meðferð og margháttuðu vanrækslu sem börn bjuggu við á Kópavogshælinu.

Sömuleiðis bið ég afsökunar allt fatlað fólk, börn og fullorðna, sem hefur verið vistað á stofnunum hér á landi og sætt þar ofbeldi eða illri meðferð.“

Þá tekur Bjarni fram að unnið verði að því að koma til móts við þessa einstaklinga.

„Sár reynsla verður aldrei bætt að fullu, en á grundvelli laga um sanngirnisbætur verður nú unnið að því að bæta þeim sem urðu fyrir ofbeldi eða illri meðferð þann skaða sem af því hefur hlotist, að því marki sem það er unnt. Þá eru ráðherrar nú að fara yfir tillögur sem settar eru fram í skýrslunni og meta til hvaða ráðstafana verður gripið í því skyni að standa vörð um mannréttindi fatlaðs fólks í íslensku samfélagi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
í gær

Öll bestu tíst vikunnar á einum stað: „Vona að gellan sem tók sig til og pissaði á gólfið á b5 sé á feitum bömmer“

Öll bestu tíst vikunnar á einum stað: „Vona að gellan sem tók sig til og pissaði á gólfið á b5 sé á feitum bömmer“
Fréttir
í gær

Ari Eldjárn gestur í vinsælum skemmtiþætti á BBC

Ari Eldjárn gestur í vinsælum skemmtiþætti á BBC
Fréttir
í gær

Guðni Th. skammaður fyrir syndir Ólafs Ragnars: „Að ná sér í eina með extra ananas“

Guðni Th. skammaður fyrir syndir Ólafs Ragnars: „Að ná sér í eina með extra ananas“
Fréttir
í gær

Atli Helgason fær ekki lögmannsréttindi

Atli Helgason fær ekki lögmannsréttindi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Leikarinn Vilhelm Neto túlkar íslenska sumarið á einstakan hátt: „Á morgun ætla ég að fokka þér upp“

Leikarinn Vilhelm Neto túlkar íslenska sumarið á einstakan hátt: „Á morgun ætla ég að fokka þér upp“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Myndband: Milljónir hafa horft á heimsþekktan bloggara lofsama Ísland

Myndband: Milljónir hafa horft á heimsþekktan bloggara lofsama Ísland
Fyrir 2 dögum

Einstakur flokkur

Einstakur flokkur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hlustaðu á átakanlega upptöku: Þórhildur klökknaði í beinni útsendingu á Rás 1

Hlustaðu á átakanlega upptöku: Þórhildur klökknaði í beinni útsendingu á Rás 1