fbpx
Fréttir

Vinur látna Albanans minnist hans: „Svona er auðvelt að deyja í öruggasta landi í heimi“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 9. desember 2017 13:30

Klevis Sula heitir tvítugur maður frá Albaníu sem lét lífið hér á landi með voveiflegum hætti. Íslendingur stakk Klevis og albanskan vin hans með hnífi á Austurvelli um síðustu helgi. Vinurinn hefur jafnað sig eftir árásina en en Klevis lést af sárum sínum á föstudaginn. Meintur árásarmaður situr í gæsluvarðhaldi.

Sjá nánar um Klevis og mál hans hér

Vinur Klevis, maður að nafni Andrea Zisaj, minnist Klevis í pistli sem hann ritar í Facebook-hóp sem ætlaður er útlendingum á Íslandi. Pistilinn skrifar hann á ensku en pistillinn er svo hljóðandi í endursögn á íslensku:

„Halló, öllsömul!
Gefið mér örlita stund til að segja ykkur frá vini mínum, Klevis. Hann er dásamlegur náungi, hann er alltaf að reyna að hjálpa fólki, alltaf að reyna að fá fólk til að brosa og smitar alltaf frá sér jákvæðni. Hann er alltaf rólegur og er með svo stórt hjarta, en hjarta hans hrasaði tvisvar síðastliðinn laugardag. Klevis andaðist í gær. Klevis er ekki með okkur lengur. Hann var aðeins 20 ára.
Þið hefðuð átt að sjá hvað hann var hamingjusamur þegar hann kom til Íslands!
Viljið þið vita hvernig hann dó?
Hann var að reykja sígarettu fyrir utan bar og maður rétt hjá honum var grátandi. Hann bauð manninum hjálp sína en fékk í sig hníf með hvössu blaði. Svona er auðvelt að deyja í öruggasta landi í heimi!
Afsakið að ég skuli nefna það en þegar Birna dó þá voru allir að tala um það. Var ég sorgmæddur út af Birnu? Svo sannarlega. Strax eftir vaktina mína klifraði ég upp á hæðina og grét næstum því fyrir framan myndina af henni. En hvað með minn kæra vin? Hvers vegna sé ég ekki eina einustu kveðju til hans? Hvers vegna skiptir svona miklu máli hvert heimalandið hans var? Hvers vegna er öðruvísi að vera albanskur en íslenskur? Hvers vegna verðskuldar Klevis ekki sömu athygli og Birnu? Þið sem gerið ykkur slæmar hugmyndir um Albana, ég bið ykkur um að staldra við og hugsa aðeins. Við erum manneskjur alveg eins og sú sem þið sjáið í speglinum á hverjum morgni. Eigum við ekki skilið virðingu, hvað sem líður heimalandinu?
P.S. Ég elska Ísland og Íslendinga en ég er með tárin í augunum þegar ég skrifa þetta. Vinsamlega deilið þessu svo allir viti hvað kom fyrir vin minn. Hvíldu í friði, Klevis, ég mun sakna þín!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Áslaug Arna minnist móður sinnar: „Sorgin fyrst er auðvitað bara ólýsanleg“

Áslaug Arna minnist móður sinnar: „Sorgin fyrst er auðvitað bara ólýsanleg“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Rán segir fyrirtæki valta yfir Íslendinga: „Munu ganga eins langt og þau komast“

Rán segir fyrirtæki valta yfir Íslendinga: „Munu ganga eins langt og þau komast“
Fréttir
Í gær

Kristmundur Axel ákærður: Birti myndbönd af neyslu og fór í meðferð

Kristmundur Axel ákærður: Birti myndbönd af neyslu og fór í meðferð
Fréttir
Í gær

Björn varpar ljósi á eyðslu íslenskra barna í Fortnite – 10 ára piltur eyddi 150 þúsund krónum

Björn varpar ljósi á eyðslu íslenskra barna í Fortnite – 10 ára piltur eyddi 150 þúsund krónum