fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Geðlæknir segir íslenska heilbrigðiskerfið vera óseðjandi hít sem verði að endurskipuleggja

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 9. desember 2017 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Landlæknir hefur lagt til að gerðar verði skipulagsbreytingar á heilbrigðiskerfinu áður en meiri peningum er mokað í hítina. Nýr heilbrigðisráðherra boðaði á dögunum á Bessastöðum stóraukin framlög í málaflokkinn. Væri ekki skynsamlegt að skoða hvernig við erum að eyða öllum þessum fjármunum. Án forgangsröðunar og endurskipulagningar verður íslenska heilbrigðiskerfið alltaf svarthol sem sogar til sín opinbera fjármuni og fær aldrei nóg.“

Þetta skrifar Óttar Guðmundsson geðlæknir í Bakþanka Fréttablaðsins í dags. Málflutningur Óttars gengur í stuttu máli út á það að óráð sé að auka framlög til heilbrigðiskerfisins án þess að endurskipuleggja það því að óbreyttu sé það óseðjandi hít sem sogi til sín endalaust fjármagn. Óttar skrifar:

„Nútímalæknisfræði má líkja við vísindaskáldsögu þar sem hátækni og kostnaði eru engin takmörk sett. Líffærabankar með varahlutum úr dýrum, fólki eða plasti eru innan seilingar. Halda má fólki lifandi í öndunarvélum í nokkur ár. Hægt er að gera eitthvað fyrir alla til að lengja líf um vikur eða mánuði ef efni eru nóg. Fársjúkir sjúklingar eru sendir fyrir stórfé til útlanda í vafasamar meðferðir og rannsóknir. Spurningin er hvort meðhöndla eigi alltaf af fullum krafti án tillits til greiningar, aldurs eða almenns ástands? Hvenær á að gefast upp og viðurkenna tilvist dauðans og endanleika lífsins? Skiptir lífslengd meira máli en lífsgæði?

Heilbrigðiskerfið verður smám saman að botnlausri hít sem enginn getur stjórnað eða skilið. Fjárþörfin eykst stöðugt með aukinni tækni og kröfum. Óánægjuraddir um heilbrigðiskerfið eiga greiðan aðgang að fjölmiðlum til að þrýsta á um aukna þjónustu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu