fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Flugvél lent út af veiku ungabarni – landgöngubrú ekið á vinnuvél

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 9. desember 2017 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lenda þurfti flugvél á Keflavíkurflugvelli í vikunni vegna veikinda ungabarns sem var um borð í henni. Vélin var á leið frá Þýskalandi til Bandaríkjanna og voru læknar um borð. Í öryggisskyni var ákveðið að lenda henni hér og var barnið flutt með sjúkrabifreið á vökudeild Barnaspítalans í Reykjavík.

Þetta kemur framí tilkynningu frá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum. Í sömu tilkynningu er greint frá eftirfarandi: Það óhapp varð í vikunni á Keflavíkurflugvelli að landgöngubrú var ekið á kyrrstæða og mannlausa vinnuvél. Verið var að aka brúnni að flugstöð Leifs Eiríkssonar þegar óhappið varð. Vinnuvélin valt við áreksturinn og brotnuðu við það framrúða og spegill á henni. Einnig voru sjáanlegar skemmdir á landgöngubrúnni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt