fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Breytt staða Dags

Ritstjórn DV
Laugardaginn 9. desember 2017 10:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ekki er ýkja langt síðan talið var að framtíð Dags B. Eggertssonar í stóli borgarstjóra væri tvísýn. Nú er staðan nokkuð breytt. Dagur birtist mjög víða, sást til dæmis á sjónvarpsskjáum stinga sér tignarlega til sunds eftir endurbætur á Sundhöll Reykjavíkur. Hann er líka að leggja fram mál sem líklega eru til vinsælda fallin, það nýjasta snýr að ókeypis námsgögnum í grunnskólum Reykjavíkur. Á meðan gerist lítið hjá andstæðingum Dags í Sjálfstæðisflokknum. Þar er leitað ljósum logum að nýjum leiðtoga sem komið getur atkvæðum í hús en talið er næsta víst að enginn sitjandi borgarfulltrúa hafi styrkleika til að fella Dag. Þessi leiðtogaleit hefur staðið lengi yfir án árangurs. Á meðan baðar hinn geðfelldi borgarstjóri sig í sviðsljósinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi