fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

„Við erum að undirbúa stærstu skaðabótakröfu Íslandssögunnar“

Hjalti Úrsus segir að málið gegn syni hans,

Björn Þorfinnsson
Föstudaginn 8. desember 2017 09:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta mál er algjörlega búið,“ segir Hjalti Úrsus Árnason, faðir Árna Gils Hjaltasonar. Árni Gils hlaut fjögurra ára fangelsisdóm í héraði fyrir morðtilraun en áfrýjaði dómnum til Hæstaréttar. Hæstiréttur kvað upp þann úrskurð í gær að málið skyldi sent aftur til héraðsdómstólsins. Hjalti fagnar sigri í málinu enda telur hann útilokað að saksóknari fari áfram með málið. Hjalti var gestur útvarpsþáttarins „Í Bítið“ á Bylgjunni og fór stuttlega yfir málið.

Að hans sögn var málið aldrei rannsakað sem skyldi og það eina sem lögregla hafði í höndunum var framburður tveggja vitna sem staðin höfðu verið að ítrekuðum lygum. „Það voru aldrei nein gögn, það var aldrei nein rannsókn,“ sagði Hjalti.
Árni sat í fangelsi í 277 daga en varðandi næstu skref sagði Hjalti: „Við erum að undirbúa stærsta meiðyrðamál Íslandssögunnar. Þetta var lengra tími en margir í Geirfinnsmálinu sátu í varðhaldi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu