fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Jóni brá þegar hann mætti í vinnu í morgun: Héldu að hann væri maðurinn í sögunni – „Ég myndi aldrei segja svona“

Hjálmar Friðriksson
Föstudaginn 8. desember 2017 14:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar Jón Þór Ólason, héraðsdómslögmaður og lektor í refsirétti við Lagadeild Háskóla Íslands, kom upp í háskóla í morgun mætti honum starandi augnaráð samkennara. Stuttu síðar komast hann að því að ástæða þessa var fyrirsögn á DV: „Kennari í refsirétti kallaði hlutverk réttargæslumanns „óþarft hlutverk og kellingastarf“ þar sem vitnað var í eina af ótal sögum íslenskra kvenna sem starfar innan réttarvörslukerfisins.

Sagan sem fyrirsögnin vitnaði í er stutt: „Starfandi kk lögmaður sem kennari í refsirétti: „Við sleppum að fjalla um hlutverk réttargæslumanns, enda óþarft hlutverk og kellingastarf“.“

Sjá einnig: Kennari í refsirétti kallaði hlutverk réttargæslumanns„óþarft hlutverk og kellingastarf“

Jón Þór segir í samtali við DV að slíkt myndi hann aldrei nokkurn tíma segja enda alinn upp af einstæðri móður, hefur starfað sem réttargæslumaður og ofan á það látið sig kvennabyltingar seinni tíðar varða. Hann segist styðja það heilshugar að konur opinberi kynferðislega áreitni sem þær hafa orðið fyrir. Sú ákvörðun að leyna nöfnum gerenda, þó hún sé skiljanleg, geti orðið til þess að saklausir menn falli undir grun.

„Þessi hreyfing stendur mér mjög nærri. Ég myndi aldrei segja svona og í öðru lagi á þetta ekkert undir refsirétti. Þetta er erfitt því maður er búinn að vera í framfarasveit að berjast gegn kynferðislegu ofbeldi gegn konum frá því í kringum 2000. Á þeim tíma voru margir karllögmenn sem litu það hornauga að karllögfræðingur væri að taka þátt í þessari baráttu. Þeir sem þekkja mig vita auðvitað að ég myndi aldrei láta svona nokkurn tímann út úr mér,“ segir Jón Þór.

Hann bendir á að lýsingin á manninum í sögunni eigi öll við sig og auk þess séu ekki margir kennarar í refsirétti á Íslandi: „Hlutverk réttargæslumanns er ekki hluti af námsefninu í refsirétti við lagadeild Háskóla Íslands, þannig að þetta kemur mér á óvart. Ég hef stoltur tekið að mér réttargæslu í málum sem snúa að kynferðisbrotum og ég mun halda því áfram. Það er mikilvægt að rjúfa þögnina og uppræta allt sem gæti talist kvenfyrirlitning eða kynbundið ofbeldi. En greinilega fylgja því einhverjir fylgifiskar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Í gær

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat