fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Ponzi-svikari hafði milljónir af fólki og flúði svo úr fangelsi

Einar Þór Sigurðsson
Föstudaginn 8. desember 2017 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögregluyfirvöld í Kaliforníu í Bandaríkjunum leita að manni sem slapp úr fangelsi á miðvikudag. Maðurinn sem um ræðir er 55 ára og heitir Frederick Berg en hann var í fangelsi eftir að haft rúmar hundrað milljónir dala, rúma tíu milljarða króna, af fólki með Ponzi-svikamyllu.

Það var á miðvikudag að fangaverðir í litlu lágmarksöryggisfangelsi í Atwater urðu þess varir að Berg væri á bak og burt. Ekki liggur fyrir hvernig honum tókst að flýja úr fangelsinu.

Berg var dæmdur í 18 ára fangelsi árið 2012 eftir að hafa játað á sig fjársvik og peningaþvætti. Um var að ræða stærsta fjársvikamál sem komið hafði upp í vesturhluta Washington-ríkis, þar sem Berg var búsettur á sínum tíma.

Óhætt er að segja að Berg hafi lifað lúxuslífi með þeim peningum sem hann fékk með sviksamlegum hætti. Hann keypti sér snekkju, nokkur glæsihús og einkaþotu en brotin stóð yfir í um áratug.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ástþór hvetur fólk til að passa sig á þessu: Ævintýrið getur fljótt breyst í martröð

Ástþór hvetur fólk til að passa sig á þessu: Ævintýrið getur fljótt breyst í martröð
Fréttir
Í gær

Lögregla fann 29 dauða nautgripi á bæ á Norðurlandi Vestra

Lögregla fann 29 dauða nautgripi á bæ á Norðurlandi Vestra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“