fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Jónína Ben lokar Facebook síðu sinni „Alkóhólismi er sjúkdómur“

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 8. desember 2017 10:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hæ hæ ekkert drama í gangi hér eða „persónuárásir „, þessi fjölmiðill minn er bara einfaldlega „gjaldþrota“ því eigandinn fjárfesti um of“ segir Jónína Ben en hún hefur ákveðið að loka núverandi Facebook síðu sinni og opna nýja síðu sem verður leynd. Jónína hefur rekið detox meðferðastöð í Póllandi um áraraðir og notað Facebook mikið sem vinnutól. Allir þeir sem þurfa að hafa samskipti við Jónínu vegna þessa verða færðir yfir á nýju leynisíðuna.

Missti fótanna

Ástæðuna segir hún vera það að hún hafi skrifað „tóma dellu“ undir áhrifum áfengis á síðuna og biðst hún afsökunar á því. „Alkóhólismi (fíkn) er sjúkdómur en alls ekki óviðráðanelgur. Sama hvaða fíkn er um að ræða hefst sigurinn með uppgjöf og alþekkt er þegar við sjáum fólk sigrast á sínum veikleikum. Flestir eru í einhverri fíkn en sum fíkn er augljósari en önnur, það afsakar samt ekki að meiða fólk.“

Hún segist elska að tjá sig með skrifum. Milli þess sem hún hafi svarað fyrirspurnum viðskiptavina frá ýmsum löndum hafi hún „hent inn statusum“. Oftast hafi þeir verið skrifaðir með fullri rænu en stundum hafi hún „misst fótanna.“ Hún heitir því að það muni ekki gerast aftur.“ Slíkt meiðir aðra og mig sjálfa, er sorglegt og óafsakanlegt en mest skammarlegt fyrir mig. Skömm er vondur ferðafélagi, Guð minn góður hún étur mann að innan. Því miður get ég ekki skilað þeirri skömm neitt en vil biðja þá sem þjáðst hafa mín vegna afsökunar, meira get ég ekki gert.“

Treysti bjánum sem þrífast á smjatti

Jónína segir að fyrir keppnisfólk sé uppgjöf eins og dauðadómur en í uppgjöfinni verði breytingar að eiga sér stað. Með aðstoð góðra vina sinna treystir hún því að þetta verði henni ekki of erfitt. Hún hafi treyst fólki og brennt sig á því að treysta „bjánum sem þrífast á smjatti“.

„Ég hef verið opinber persóna lengi og fengið mestumpart að njóta góðs af því en einnig fundið fyrir neikvæðum hliðum þess eins og allir sem „ota sínum tota“ eins og amma mín sagði. Undir álagi hef ég brugðist, börnunum mínum fyrst og fremst og harma það meira en orð fá lýst. Þau elska mömmu sína og eru mér móðurbetrungar á öllum sviðum. Treysti þeim 100% og er stolt af því að hafa alið þau svona vel upp. Þetta uppgjör þarf að fara fram, fyrst með mér sjálfri því erfitt er að aðgreina réttláta reiði og þá sem frussast frá manni þegar aðstæður verða um megn og sjúkdómurinn tekur völdin. Fyrir mig eru þetta tímamót uppgjafar á því að berjast við vindinn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi