fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fréttir

Fegurðardrottningin var myrt árið 1960: Í gær féll dómur í máli morðingjans

Einar Þór Sigurðsson
Föstudaginn 8. desember 2017 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrverandi prestur, hinn 85 ára gamli John Bernard Feit, var á fimmtudag sakfelldur fyrir að drepa 25 ára gamla fegurðardrottningu árið 1960.

Unga konan, Irene Garza, hvarf sporlaust þann 16. apríl árið 1960 og fannst lík hennar nokkrum dögum síðar. Krufning leiddi í ljós að henni hafði verið nauðgað en banamein hennar var kyrking.

Irene var á leið í kirkju þennan örlagaríka dag en svo vildi til að John var prestur umræddrar kirkju. Hann lá undir grun í málinu á sínum tíma, sagðist hafa hitt hana umræddan dag en þvertók fyrir að hafa orðið henni að bana.

Deild innan lögreglunnar í McAllen í Texas tók rannsóknina upp að nýju og töldu saksóknarar sig hafa nóg í höndunum til að sakfella prestinn fyrrverandi, sem var 28 ára þegar morðið var framið. Tveir prestar stigu fram og sögðu að John hefði játað á sig morðið fyrir margt löngu og þá vakti grunsemdir að munir í eigu Johns fundust skammt frá líkinu á sínu tíma.

Endanleg refsing hefur ekki verið kveðin upp en líkur eru taldar á því að John verði dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morðið, 57 árum eftir að hann framdi það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Blöskrar fréttaflutningur af minnkandi spilakassatekjum -„Þarna sýndi Rauði krossinn sitt rétta andlit frammi fyrir alþjóð“

Blöskrar fréttaflutningur af minnkandi spilakassatekjum -„Þarna sýndi Rauði krossinn sitt rétta andlit frammi fyrir alþjóð“
Fréttir
Í gær

Segir ekki einn heldur tvo frambjóðendur hafa skuldað sér áratugum saman – „Ef þeir gera upp við mig þá fyrirgef ég þeim að sjálfsögðu“

Segir ekki einn heldur tvo frambjóðendur hafa skuldað sér áratugum saman – „Ef þeir gera upp við mig þá fyrirgef ég þeim að sjálfsögðu“
Fréttir
Í gær

Meira en 10.000 kynsjúkdómatilfelli greind á Íslandi síðan 2020 – Sjáðu hvaða kynsjúkdómur er algengastur

Meira en 10.000 kynsjúkdómatilfelli greind á Íslandi síðan 2020 – Sjáðu hvaða kynsjúkdómur er algengastur
Fréttir
Í gær

Seesaw-deilur Reykjavíkur og Persónuverndar beint í Hæstarétt

Seesaw-deilur Reykjavíkur og Persónuverndar beint í Hæstarétt
Fréttir
Í gær

Viðbúnaður vegna vélarvana flutningaskips

Viðbúnaður vegna vélarvana flutningaskips
Fréttir
Í gær

Bretar vilja láta Úkraínu fá nýtt ofurvopn – Myndband

Bretar vilja láta Úkraínu fá nýtt ofurvopn – Myndband