fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Danskur milljónamæringur sá strax eftir því að hafa boðið jólaaðstoð í gegnum Facebook

Einar Þór Sigurðsson
Föstudaginn 8. desember 2017 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frank Rasmussen, stofnandi Telmore í Danmörku, hugðist láta gott af sér leiða fyrir jólin með því að hjálpa tíu bágstöddum fjölskyldum.

Frank hugðist safna sögum nokkurra Dana í gegnum Facebook en óraði ekki fyrir viðbrögðunum. Til að byrja með hugðist hann gefa fjórum einstaklingum eða fjölskyldum rúmar 40 þúsund krónur. Þegar yfir hundrað sögur höfðu borist hækkaði hann fjöldann upp í tíu. Nú þegar hafa yfir fjögur hundruð umsóknir borist.

Frank segist í samtali við BT í Danmörku sjá eftir því að hafa farið þessa leið til að láta gott af sér leiða. „Hvernig velur maður á milli einstaklings sem á krabbameinsveikt barn og einstaklings sem nýlega hefur misst maka sinn. Þetta er höfuðverkur sem ég hafði ekki gert mér í hugarlund að ég þyrfti að glíma við,“ segir hann og bætir við að það sé ómögulegt að velja tíu einstaklinga sem ganga svo framhjá öllum hinum.

Frank fékk yfir sig nokkra gagnrýni í kjölfar auglýsingarinnar á Facebook og vildu einhverjir meina að um lýðskrum og markaðsbrellu væri að ræða. Hann þvertekur fyrir það og segist bara vilja láta gott af sér leiða. „Ég hefði líklega ekki átt að gera þetta í gegnum Facebook. Athyglin hefur farið meira á mig en það fólk sem ég vil hjálpa. En þetta er dæmigert danskt hugarfar.“

Frank segir að ein saga hafi þó sérstaklega hreyft við honum. Hún varðaði konu sem sagðist ekki skorta neitt en samt ætti hún ekki neitt. „Hún missti eiginmann sinn í bílslysi fyrir mánuði og hafði ekki efni á að borga fyrir útförina. Núna eiga börnin þeirra engan pabba og geta ekki haldið jól því þau eiga ekki pening. Þetta hreyfði við mér. Það hefur verið erfitt að lesa allar þessar harmsögur.“

Frank segist sár yfir því hversu margir Danir eiga um sárt að binda. Bendir hann á að nýlega hafi skattar á lúxusbifreiðar verið lækkaðir í Danmörku sem þýðir að þeir sem hafa efni á slíkum bifreiðum þurfa að borga minna fyrir þær. Í samtali við BT kveðst Frank vona að aðrir láti gott af sér leiða og komi bágstöddum til aðstoðar fyrir jól. Af fenginni reynslu mælir hann þó með því að fólk hafi samband við góðgerðarsamtök í stað þess að fara þá leið sem hann fór.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ástþór hvetur fólk til að passa sig á þessu: Ævintýrið getur fljótt breyst í martröð

Ástþór hvetur fólk til að passa sig á þessu: Ævintýrið getur fljótt breyst í martröð
Fréttir
Í gær

Lögregla fann 29 dauða nautgripi á bæ á Norðurlandi Vestra

Lögregla fann 29 dauða nautgripi á bæ á Norðurlandi Vestra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“