Tveimur tímum eftir að myndin var tekin var Arnar látinn

Aðalsteinn, tengdafaðir Arnars, ósáttur við ákæruvaldið - Segist ekki hata Svein Gest - Unnusta Arnars sækir styrk í unga dóttur þeirra, Örnu Mist

Arnar, Heiðdís og dóttir þeirra fóru í myndatöku síðdegis þennan örlagaríka dag. Rúmum tveimur tímum síðar var Arnar látinn. „Þetta eru dýrmætar minningar,“ segir Aðalsteinn um myndirnar.
Síðasta myndin Arnar, Heiðdís og dóttir þeirra fóru í myndatöku síðdegis þennan örlagaríka dag. Rúmum tveimur tímum síðar var Arnar látinn. „Þetta eru dýrmætar minningar,“ segir Aðalsteinn um myndirnar.
Mynd: Úr einkasafni

„Ég sá í augum hans það sem allir foreldrar vilja sjá: Ég sá glampa þegar hann horfði á dóttur mína. Það var ást. Það er akkúrat það sem maður vill sjá,“ segir Aðalsteinn Elíasson um tengdason sinn, Arnar Jónsson Aspar, sem lést í kjölfar hrottalegrar líkamsárásar á Æsustöðum miðvikudagskvöldið 7. júní sí