Stór skjálfti mælist á Norðurlandi eystra

Ljósmynd/Veðurstofa Íslands.
Ljósmynd/Veðurstofa Íslands.

Jarðskjálfti af stærð 4,7 á Richter mældist rétt í þessu á Norðurlandi eystra. Þetta kemur fram í frumniðurstöðum sem birtar eru á vef Veðurstofu.

Átti skjálftinn sér stað kl. 9.50 og fram kemur að staðsetning skjálftans sé 538,5 km norðaustur af Fonti.

Rúmlega 740 jarðskjálftar voru staðsettir með SIL-mælakerfi Veðurstofunnar í liðinni viku, talsvert fleiri en í síðustu viku. Stærsti skjálfti liðinnar viku var 3,2 að stærð þann 3. desember í Bárðarbungu. Mikil virkni var í Öræfajökli en þar mældust rúmlega 160 skjálftar. Einnig var þónokkur virkni í nágrenni Herðubreiðar. Þrír skjálftar mældust í Heklu í liðinni viku.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.