Rafmagnslaust í Garðabæ og Hafnarfirði: „Við viljum nú síst skemma stemminguna í piparkökubakstrinum“

Mynd: Ja.is

Rafmagnslaust er nú í Garðabæ og Hafnarfirði samkvæmt Facebook-síðu HS Veitna. „Rafmagnslaust er í Hafnarfirði og á Álftarnesi eins og er og okkar menn leita nú bilunar. Við setjum inn fréttir um leið og við vitum meira,“ segir í stöðufærslu.

Tvær konur skrifa athugasemd og kvarta undan þessu þar sem þær voru að baka piparkökur. Önnur hafði tekið sér frí sérstaklega til þess. Því svara HS Veitur: „Við vonum að þetta taki stutta stund. við viljum nú síst skemma stemminguna í piparkökubakstrinum.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.