fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Ótrúlegar myndir frá Los Angeles: Borgin brennur – „Sofið með annað augað opið í nótt“

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 7. desember 2017 12:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er mjög mikilvægt að fólk sofi með annað augað opið í nótt,“ sagði Daryl Osby, slökkviliðsstjóri í Los Angeles-sýslu í gærkvöldi, í samtali við LA Times.

Ekkert lát er á skógareldum í Los Angeles og nágrenni borgarinnar og hafa hátt í tvö hundruð þúsund manns þurft að yfirgefa heimili sín í San Fernando-dalnum og nágrenni. Seint í gærkvöldi hafði eldurinn farið yfir 12.600 hektara og eyðilagt minnst 300 hús eða fyrirtæki á svæðinu.

Eldtungurnar teygðu sig að brautinni

Í umfjöllun New York Times kemur fram að eldurinn hafi blossað upp í Bel-Air-hverfinu í Los Angeles í gær, skammt frá til dæmis Getty-safninu og heimavist U.C.L.A-skólans. Á Getty-safninu má finna málverk eftir fræga listmálara og fornar styttur.

Ótrúleg sjón blasti við ökumönnum einnar fjölförnustu hraðbrautar Bandaríkjanna, 405 Freeway, í gær. Um 400.000 þúsund ökutæki fara um brautina á hverjum degi og teygðu eldtungurnar sig að brautinni. Hluti brautarinnar var lokaður í gær vegna eldanna.

Óhagstæðar veðurspár

Eldurinn kviknaði til að byrja með í Ventura-sýslu og hefur slökkviliðsmönnum gengið illa að halda eldunum í skefjum. Þá loga miklir eldar í norðurhluta San Fernando-dalsins og í héröðum norður af Los Angeles.

Ekki er búist við því að neitt lát verði á skógareldunum í bráð því veðurspár fyrir daginn í dag eru óhentugar; talsverður vindur verður víða í Kaliforníu og hiti frá 25 og upp í 30 gráður yfir daginn.

Skógareldar kvikna jafnan í Kalforníu í október hvert ár en að sögn veðurfræðinga hafa loftslagsbreytingar þau áhrif að eldarnir kvikna nú seinna og verða óútreiknanlegri. Hér að neðan má sjá nokkur myndbönd af skógareldunum í Los Angeles og nágrenni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Hvalur sprakk í tætlur
Fréttir
Í gær

Sanna birtir ferðasögu: Var lengur í strætisvagninum en í fermingarveislunni – „Það var gott að fá þessa strætóreynslu“

Sanna birtir ferðasögu: Var lengur í strætisvagninum en í fermingarveislunni – „Það var gott að fá þessa strætóreynslu“
Fréttir
Í gær

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”