fbpx
Fréttir

Orðrómur um bílaþjófnað: „Nánast útilokað að menn séu að nota slíkan búnað hérna“

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 7. desember 2017 18:00

Nokkur umræða hefur skapast á hverfasíðum á Facebook og víðar um að þjófar noti svokallaða merkjamögnun á bíllykla. Með ákveðnum tækjum geti þeir magnað upp bylgjurnar í bíllyklinum, jafnvel þó hann sé geymdur innandyra.
Tæknin var upprunalega hönnuð fyrir bílaframleiðendur, lögreglu og aðra aðila til að prófa áreiðanleika lyklakerfanna.

Slík tæki eru framleidd í Evrópu og kallast Relay Attack Unit og grípa merki lyklanna. Ef tekst að grípa merkið er hægt að ræsa bíl með tækinu líkt og lykli. Óprúttnir aðilar hafa framleitt tæki sem byggja á sömu tækni og selt til bílaþjófa en hvert tæki getur kostað um tíu milljónir íslenskra króna.

Ekki til að stela klinki og Ray Ban sólgleraugum

Föstudaginn 1. desember greindi DV frá miklum ótta íbúa í Kársneshverfi í Kópavogi vegna tíðra innbrota. Á Facebook síðu hverfisins vildu margir meina að um innbrotaöldu væri að ræða og lýstu því hvernig farið hefði verið inn í hús og bíla. Nefnt var að þjófar hér á landi væru farnir að nota merkjamögnunarbúnað til að komast inn í bíla og því væri best að geyma bíllykla í kökuboxi úr málmi yfir nótt.

DV ræddi við Birgi Örn Guðjónsson varðstjóra, títt nefndan Bigga löggu, um innbrotahrinuna í Kársnesi og vildi hann meina að ekki væri um skipulagða glæpastarfsemi væri að ræða heldur aðeins tímabundna aukningu innbrota. Nú tjáir hann sig í Facebook færslu um þessa nýju aðferð sem þjófarnir eru sagðir nota:

„Núna hefur líka komið í umræðuna tækni sem virðist vera komin fram þar sem hægt er að afrita kóða úr lyklalausu aðgengi, jafnvel í gegnum veggi, og senda það í bifreiðina. Til að byrja með þá held að ég geti sagt að það sé nánast útilokað að menn séu að nota slíkan búnað hérna á Íslandi. Þetta er tæknilega mjög flókinn búnaður og þar að leiðandi fokdýr.“

Hann segir að þeir sem brjótist inn í bíla hér á landi séu flestir að leita að smámunum eins og Ray Ban sólgleraugum eða klinki. Þeir gangi frekar á bílaraðir og vonist eftir að finna einhvern opinn.

„Þeir sem eru með svona dýran og tæknilegan búnað væru að öllum líkindum að ná sér í bílinn sjálfan. Eitthvað sem kostar einhverjar milljónir. Í því sambandi erum við nokkuð heppin að búa á þessari eyju norður í ballarhafi. Þú keyrir rándýran Bens ekkert yfir nein landamæri og lætur hann hverfa. Líkurnar eru því allavega minni að lenda í þessu hér en annarsstaðar. Það er staðreynd.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Gripinn í Leifsstöð með kíló af kókaíni

Gripinn í Leifsstöð með kíló af kókaíni
Í gær

Þið þurfið ekki að taka við þessu öllu

Þið þurfið ekki að taka við þessu öllu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Davíð hætti að líta á mat sem hápunkt dagsins og missti 30 kíló: „Borða helst ekki nema ég neyðist til þess“

Sigmundur Davíð hætti að líta á mat sem hápunkt dagsins og missti 30 kíló: „Borða helst ekki nema ég neyðist til þess“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svikamylla á Bland fór úr böndunum – Barði móður einhverfs pilts í Reykjavík „Ef þú klúðrar þessu strákur, drep ég þig“

Svikamylla á Bland fór úr böndunum – Barði móður einhverfs pilts í Reykjavík „Ef þú klúðrar þessu strákur, drep ég þig“