fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fréttir

Mál Árna Gils Hjaltasonar sent aftur í hérað – Hjalti hrósar sigri: „Allir í skýjunum“

Hjálmar Friðriksson
Fimmtudaginn 7. desember 2017 15:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hæstiréttur hefur sent mál Árna Gils Hjaltasyni heim í hérað og verður málið aftur tekið fyrir. Málið verður þá flutt fyrir þrjá dómara. Árni Gils var í ágúst dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir að hafa reynt að myrða mann í Breiðholti í mars með því að stinga hann í höfuðið með hníf. Lykilvitni í málinu, gömul vinkona Árna, sagðist hafði sinnast við hann umrætt kvöld, segist hafa séð hnífinn um mánuði síðar í íbúð vinar síns. Sama vitni sagði að fórnarlambið hafi reynt að múta sér til að breyta ekki framburði sínum.

Það sem er óumdeilt í málinu er að Árni kom á vettvangi á bíl vinkonu sinnar, sem var í íbúð frænku sinnar við Iðufell ásamt fórnarlambi. Fórnarlambið og vinkonan, sem er fyrrnefnt lykilvitni, koma út og þá á sér stað pústur á milli Árna og fórnarlambsins. Síðar um kvöldið kemur fórnarlamb á neyðarmóttöku og er þá með skurð vinstra megin fyrir ofan eyra. Árni Gils hefur ávallt fullyrt að hann hafi ekki stungið manninn en hann hafi þó varist árás hans.

Í dómi Hæstaréttar kemur fram að ekki sé hægt að slá því föstu að útilokað sé að hnífurinn hafi rekist í brotaþola fyrir slysni.

Hjalti Úrsus faðir Árna Gils lítur á dóm Hæstaréttar sem sigur. Hann efast stórlega um það að Héraðssaksóknari fari með málið aftur fyrir héraðsdóm. „Þetta er sýknun og öll fjölskyldan er bara grátandi. Það eru allir í skýjunum,“ segir Hjalti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Adam ákærður fyrir stórfelld brot

Adam ákærður fyrir stórfelld brot
Fréttir
Í gær

Bjarkey strax undir miklum þrýstingi: „Það hefur gríðarlegar afleiðingar fyrir ráðherra að fara ekki að lögum“

Bjarkey strax undir miklum þrýstingi: „Það hefur gríðarlegar afleiðingar fyrir ráðherra að fara ekki að lögum“