fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fréttir

Helga sakar Stígamót um ofbeldi og valdníðslu: „Hvernig getur það verið í lagi að fyrrverandi yfirmaður skrifi svona“

Hjálmar Friðriksson
Fimmtudaginn 7. desember 2017 12:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helga Baldvinsdóttir Bjargardóttir segist orðlaus yfir ofbeldi og valdníðslu Stígamóta á Facebook-síðu sinni. Helga steig fram í sumar og sagðist hafa orðið fyrir andlegu ofbeldi og einelti að hálfu yfirmanna Stígamóta meðan hún starfaði þar. Helga telur að pistill Guðrúnar Jónsdóttur, talskonu Stígamóta, sem birtist á Vísi í gær sé árás á sig.

„Ég er nánast orðlaus yfir ofbeldinu og valdníðslunni hjá þeirri virtu stofnun Stígamótum sem telja sig berjast gegn ofbeldi. Ekki nóg með að bregðast í máli mínu þegar ég kvarta undan einelti á vinnustað, segja mér upp með ólögmætum hætti, margbrjóta reglur persónuverndar í meðförum á tölvupóstfangi mínu þá er nýjasta útspilið að vega að æru minni og starfsheiðri í fjölmiðlum!,“ segir Helga.

Segir Helgu gefa skekkta mynd

Í grein sinni segir Guðrún að Helga hafi gefið upp skekkta mynd af starfi Stígamóta í aðsendri grein. „Þann 23. nóvember sl. birtist í Fréttablaðinu grein eftir fyrrverandi starfskonu Stígamóta og formann Átaks, félags fólks með þroskahömlun. Þau virðast álíta að sérhæfð þjónusta fyrir fatlað fólk hafi verið einstök á meðan starfskonan fyrrverandi gegndi starfinu, en að hún sé lítil sem engin núna. Enn fremur er látið að því liggja að hjá okkur starfi jafnvel of margt fólk, að við höfum hafnað hæfasta starfskraftinum sem sótti um starf hjá okkur og að rétt sé að við skilum því fjármagni sem okkur hefur verið veitt til þess að sinna fötluðu fólki,“ segir í greininni.

Segist hafa verið ofhlaðin verkefna

Helga segir með ólíkindum að yfirmaður tali svo á opinberum vettvangi um sinn fyrrverandi starfsmann. „Hvernig getur það verið í lagi að fyrrverandi yfirmaður skrifi svona um fyrrverandi starfsmann? Ef ég tók bara viðtöl við 17 fatlaða einstaklinga og var bara með 5 fræðslur um ofbeldi gagnvart fötluðu fólki árið 2016, af hverju var ekki löngu búið að reka mig, hvaða afköst eru þetta? Í greininni sinni sleppir Guðrún vísvitandi að nefna að ég var sett líka í viðtöl við ófatlað fólk, almenna fræðslu um Stígamót og ýmis alþjóðleg verkefni. Málið var nefnilega orðið þannig að ég var ofhlaðin verkefnum þannig að aðrir starfsmenn voru farnir að hafa orð á því,“ segir Helga.

Íhugar málsókn

Helga segir að þessi grein sé valdur þess að hún íhugi nú málsókn. „Þegar samningsumleitunum lögfræðings BHM og Stígamóta um starfslok mín lauk með því að stjórn Stígamóta ákvað að segja mér upp var mér boðið að höfða mál í krafti stéttarfélagsins míns. Ég ákvað að afþakka það og halda frekar áfram með lífið og byrja á nýjum vinnustað,“ segir Helga.

Helga segir Guðrúnu muni ekki takast að þagga niður í sér: „Mikið sem ég skil aðra brotaþola eineltis sem þora ekki fyrir sitt litla líf að stíga fram og segja sögu sina sem og aðra þolendur Guðrúnar, þegar þetta eru viðbrögðin. Málið er bara að Guðrún hefur vanmetið mig frá fyrsta degi, svona aðferðir, eins meiðandi og þær eru, munu aldrei virka til að þagga í niður í mér, ef eitthvað er, þá bara styrkja þær mig í að leita réttar míns og hafa hærra!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Gamlir geisladiskar nýttir í tölvuframleiðslu

Gamlir geisladiskar nýttir í tölvuframleiðslu
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Þrír forsetaframbjóðendur bera af á samfélagsmiðlum – Þetta eru tölurnar

Þrír forsetaframbjóðendur bera af á samfélagsmiðlum – Þetta eru tölurnar
Fréttir
Í gær

Blöskrar fréttaflutningur af minnkandi spilakassatekjum -„Þarna sýndi Rauði krossinn sitt rétta andlit frammi fyrir alþjóð“

Blöskrar fréttaflutningur af minnkandi spilakassatekjum -„Þarna sýndi Rauði krossinn sitt rétta andlit frammi fyrir alþjóð“
Fréttir
Í gær

Segir ekki einn heldur tvo frambjóðendur hafa skuldað sér áratugum saman – „Ef þeir gera upp við mig þá fyrirgef ég þeim að sjálfsögðu“

Segir ekki einn heldur tvo frambjóðendur hafa skuldað sér áratugum saman – „Ef þeir gera upp við mig þá fyrirgef ég þeim að sjálfsögðu“