fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Guðríður sakar stuðningsmenn Ragnars um að dylgja um að saga um kynferðisbrot sé runnin undan hennar rifjum

Hjálmar Friðriksson
Fimmtudaginn 7. desember 2017 11:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðríður Arnardóttir, formaður félags framhaldsskólakennara, segir í bloggi sínu á Eyjunni að stuðningsmenn Ragnars Þórs Péturssonar, formanns Kennarasambands Íslands, haldi því fram að hún beri ábyrgð á því að ungur maður steig fram á dögunum og sakaði Ragnar um misnotkun. Guðríður bauð sig fram gegn Ragnari í nýlegum kosningum til formanns Kennarasambands Íslands.

„Í aðdraganda þess að nýr formaður Kennarasambands Íslands var kosin mátti undirrituð þola frádæma skítkast og óhróður frá stuðningsmönnum nýkjörins verðandi formanns. Ég kaus að láta dylgjum og lygum ósvarað en vann þess í stað að framboði mínu á mínum forsendum, kynnti fyrir félagsmönnum sjálfa mig, áherslur mínar og talaði aldrei til mótframbjóðenda minna. Það hefði líklega ekki þótt smekklegt ef ég hefði farið að ræða gamla ásökun á hendur Ragnari um að misbjóða nemanda sínum enda hafði maðurinn farið mikinn í fjölmiðlum á sínum tíma að bera af sér sakir sem hann sagðist ekki hafa hugmynd um hverjar voru og taldi fullvíst að illa innrættur óvildarmaður bæri sökina,“ skrifar Guðríður.

Hún segir enn fremur að þú þekki manninn, Ragnar Þór Marinósson, ekki neitt. Hann steig fram á dögunum í viðtali við Vísi og sagði að Ragnar Þór Pétursson hafi sýnt sér sóðalegt klám þegar hann var unglingur. „Ég tapaði, varð fúl í einn dag en svo heldur lífið áfram. Nú aftur á móti berast mér upplýsingar um að á lokuðum spjallvefjum kennara séu þessir sömu aðilar enn við sama heygarðshornið. En núna á það að vera undan mínum rifjum runnið að ungur maður sakar verðandi formann KÍ um misnotkun. Ungur maður sem ég þekki ekki neitt, steig fram og sagði sögu sína. Og nú er því haldið fram af þessum sömu aðilum að slíkt hafi verið gert í þeim tilgangi að hafa áhrif á kosningu varaformanns sem stendur nú yfir en þessir sömu aðilar halda uppteknum hætti og ætla að koma Ásthildi Lóu Þórsdóttur stuðningsmanns og bandamanns Ragnars í sæti varaformanns við hlið hans,“ skrifar Guðríður.

Hún segist ekki geta staðið undir slíku rugli lengur. „Ég er nú búin að bíta í tunguna á mér undanfarna daga vitandi það að allt sem ég segi verður lesið í ljósi þess að ég tapaði fyrir Ragnari Þór. En það er ekki hægt að sitja undir þessu rugli lengur. Ragnar Þór og hans helstu stuðningsmenn reyna að klína þessu ömurlega máli á mig og stjórn KÍ,“ segir Guðríður.

Hún fullyrðir að Ragnar segi ósatt í málsvörn sinni vegna málsins: „A) Ragnar tjáir sig fyrst um þetta mál 14. Október þegar fyrrverandi starfsmaður Norðlingaskóla kemur fram í tengslum við metoo byltingu á Facebook. Þar kom í fyrsta sinn fram að á sínum tíma var ekki um nafnlausa ábendingu að ræða heldur kæru til lögreglu. Ragnar Þór lýsti yfir framboði sínu 2. Október. Svo það er ekki rétt sem Ragnar fullyrðir að hann hafi sett þetta allt upp á borð í upphafi síns framboðs.

B) Ragnar Þór tilkynnti aldrei stjórn KÍ um þetta mál þegar það kom upp á sínum tíma árið 2013. Hvorki til formanns KÍ eða stjórnar. Ekkert var fjallað um þetta mál á stjórnarfundum KÍ – það er ekki flóknara en fletta upp fundargerðum til að sjá það.

C) Þannig að þegar Ragnar fullyrðir að þetta mál hafi legið á borðinu í þeirri mynd sem það er í dag er það ósatt.“

Guðríður biðlar að lokum til kennara að deila pistli sínum í lokuðum hópum kennara á Facebook. „Ég bið þá kennara sem þetta lesa að deila þessu á spjallþræði kennara af öllum skólastigum, okkur í stjórn KÍ er nefnilega meinaður aðgangur að flestum þeim síðum og okkur þar með ekki gefin kostur á að bera af okkur sakir,“ segir Guðríður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi