fbpx
Þriðjudagur 19.febrúar 2019
Fréttir

Algengt að íslenskir unglingar dreifi örvandi lyfjum

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 7. desember 2017 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lyfjaflakk örvandi lyfja á meðal unglinga í 10. bekk á Íslandi er algengt miðað við erlendar rannsóknir. Tæplega 18 prósent unglinga sem hafa fengið örvandi lyf uppáskrifuð segjast hafa dreift lyfjunum sínum til annarra með einhverjum hætti.

Þetta kemur fram í rannsókn í nýjasta tölublaði Læknablaðsins. Rannsóknin er byggð á gögnum sem safnað var í íslenskum hluta ESPAD-rannsóknarinnar um vímuefnaneyslu 10. bekkinga.

2306 nemendur tóku þátt í könnunni. 9 prósent sögðust hafa fengið örvandi lyf uppáskrifuð. Strákar voru rúmlega helmingi líklegri til að hafa fengið slík lyf uppáskrifuð en stúlkur.

Tæplega 18 prósent þeirra nemenda sem hafa fengið uppáskrifuð örvandi lyf sögðust hafa dreift lyfjunum sínum til annarra með einhverjum hætti. Í niðurstöðum könnunarinnar kemur meðal annars fram að þeir unglingar eru einnig margfalt líklegri til að sýna af sér annars konar áhættuhegðun.

Athyglisbrestur og ofvirkni (ADHD) er taugaþroskaröskun sem kemur yfirleitt fram fyrir 7 ára aldur og getur haft víðtæk áhrif á daglegt líf, nám og félagslega aðlögun.

„Örvandi lyf eru mikið notuð til meðhöndlunar á þessum kvilla hér á landi, en fela í sér hættu á ávanabindingu, misnotkun og lyfjaflakki, það er að þau séu notuð af öðrum einstaklingi en þeim sem læknir skrifaði lyfseðil fyrir. Þessari rannsókn var ætlað að svara því hversu algengt slíkt lyfjaflakk væri meðal unglinga á Íslandi,“ kemur fram í ágripi rannsóknarinnar.

Frá árinu 2012 til 2016 hefur uppáskrifuðum örvandi lyfjum fjölgað um 72 prósent. Árið 2016 fengu 9119 einstaklingar ávísað örvandi lyf miðað við 5324 einstaklinga árið 2012. 7,2 prósent íslenskra barna á aldrinum 14-18 ára fengu ávísað örvandi lyfjum árið 2016.

„Hættan af lyfjaflakki er tvíþætt. Í fyrsta lagi skapast hætta af því að einstaklingurinn sem fær lyfjunum ávísað tekur ekki öll lyfin sín sjálf/ur og ADHD-einkennin eru þar af leiðandi ómeðhöndluð. Það getur haft alvarlegar afleiðingar á borð við skert lífsgæði, kvíða, þunglyndi, námserfiðleika og hættu á áfengis- og vímuefnamisnotkun. Í öðru lagi er sú hætta sem fylgir lyfjanotkun án aðkomu eða eftirlits lækna eða annars heilbrigðisfagfólks sem þýðir að notendur eru án ráðgjafar, fræðslu eða eftirlits í notkun sinni á efnunum. Einstaklingar geta ánetjast örvandi lyfjum og misnotkun þeirra getur haft í för með sér fjölda hættulegra aukaverkana. Til dæmis má nefna aukna tíðni annarra geðsjúkdóma og félagslegra vandamála auk hættunnar á of stórum skammti sem gæti leitt til alvarlegrar fötlunar eða dauða. Algengar aukaverkanir örvandi efna eru til dæmis svefnleysi, höfuðverkur, lystarleysi, ýmis einkenni frá hjarta og æðakerfinu eins og háþrýstingur og óreglulegur hjartsláttur og geðræn einkenni eins og kvíði, fíkn, og í einhverjum tilfellum geðrof.“

Rannsakendur taka fram í lok umræðu að það skyldi ekki nota niðurstöður könnunarinnar til að gera lítið úr þeirri hjálp sem örvandi lyf geta veitt börnum sem glíma við ADHD:

„Á sama tíma sýna niðurstöðurnar fram á mikilvægi þess að vandað sé til verka hvað varðar aðbúnað og umgjörð slíkar notkunar, til dæmis aðgengi barna að lyfjunum, sjálfstæði þeirra til að skammta sér sjálf lyfin og notkun reglulegra þvagprufa til að sannreyna að barn sé að taka lyfið ef grunur leikur á lyfjaflakki. Ljóst er að til mikils er að vinna, bæði fyrir barnið sjálft og þá sem á ólöglegan hátt komast yfir og neyta lyfjanna sem um ræðir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Engin niðurstaða og harðar ásakanir: „Þrælavinna“ – „nauðungarvinna“ – „atvinnuofbeldi“ – „glæpamenn“

Engin niðurstaða og harðar ásakanir: „Þrælavinna“ – „nauðungarvinna“ – „atvinnuofbeldi“ – „glæpamenn“
Í gær

Óíslensk hegðun

Óíslensk hegðun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigríður áreitt á veitingastað þar sem hún sat með 14 ára syni sínum: „Framkoma þeirra var viðurstyggileg“

Sigríður áreitt á veitingastað þar sem hún sat með 14 ára syni sínum: „Framkoma þeirra var viðurstyggileg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dottaði undir stýri og fór út af

Dottaði undir stýri og fór út af
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Myndband: Bandóðir bílstjórar börðust við Bauhaus – Ástæðan var ótrúleg – „Svo rauk minni gaurinn bara út“

Myndband: Bandóðir bílstjórar börðust við Bauhaus – Ástæðan var ótrúleg – „Svo rauk minni gaurinn bara út“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þórlaug var í hættu en varpar nýju ljósi á harmleikinn á Skólavegi: „Verulega brugðið þegar blóð fór að leka úr augum hans“

Þórlaug var í hættu en varpar nýju ljósi á harmleikinn á Skólavegi: „Verulega brugðið þegar blóð fór að leka úr augum hans“