Mohamed, eða Josh, sleppt úr varðhaldi: „Ljóst að það eru tvær hliðar á þessu máli“

Maðurinn sem grunaður er um hafa beitt íslenska fyrrverandi kærustu sína hrottalega ofbeldi er laus úr gæsluvarðhaldi. Samkvæmt lögmanni mannsins felldi Hæstiréttur úr gildi úrskurð héraðsdóms og var honum sleppt því úr haldi. Fyrrverandi kærasta mannsins segir að hann hafa villt á sér heimildir og heiti raunar Mohamed en lögmaður mannsins segir hann heita Josh Jallow.

„Ljóst að það eru tvær hliðar á þessu máli,“ segir Sigurður Freyr Sigurðsson, lögmaður hans.

Sjá einnig: Mohamed í gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hafa reynt að myrða íslenska fyrrverandi kærustu - Systir óskar eftir aðstoð almennings: Sagður hafa lifað tvöföldu lífi

Líkt og DV greindi frá í gær er maðurinn grunaður um að hafa tekið sína fyrrverandi kærustu hengingartaki þangað til hún missti meðvitund. Hún rankaði við sér og hljóp út á götu þar sem nágrannar urðu varir við köll hennar. Maðurinn var handtekinn síðar.

Guðmundur Páll Jónsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, hafi orð á því í samtali við DV í gær að meint ofbeldi hafi verið sérstaklega gróft.

„Hann var úrskurðaður í hálfs mánaðar gæsluvarðhald. Þetta var mjög gróft heimilisofbeldi. Konan er ekki mikið slösuð en aðferðin var mjög svæsin,“ sagði Guðmundur Páll

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.