Kjartan vekur athygli á barnalegum tölvuleik sem virðist hvetja til nauðgana: „Þetta er það ógeðslegasta sem ég hef séð“

Kjartan Þór Ingason félagsfræðingur vekur á Facebook-síðu sinni athygli á auglýsingu fyrir tölvuleik en ekki verður betur séð en að leikurinn snúist um að ala upp stúlku og svo nauðga henni. Leikurinn heitir „Girls X Battle: GXB_Global“ og í auglýsingu segir: „Það tekur bara tvo tíma, þú getur gert það sem þér sýnist eftir að þú elur stelpuna upp“.

Kjartan segir að Facebook verði taka á svona auglýsingum. „Ok, ég geri mér fulla grein fyrir því að Facebook dæli allskonar auglýsingum á fólk svo enginn þurfi að borga fyrir aðganginn, en þetta er það ógeðslegasta sem ég hef séð. Er virkilega enginn hjá þessu fyrirtæki sem fer yfir auglýsingar áður en þeim er dælt a veggina hjá fólki? Facebook þarf virkilega að taka sig til í andlitinu og sína að þau hafi lágmarks siðareglur, enda engan veginn í lagi að auglýsa nauðgunarleiki!,“ segir Kjartan.

Kjartan segir svo í athugasemd við færsluna að hann hafi ákveðið að senda tölvupóst á fyrirtækið sem framleiði þennan tölvuleik. „Sendi fyrirtækinu bréf útaf þessum sora, þau neita allri tengingu við þessa auglýsingu, segja að leikurinn snúi ekki um nauðgun og kenna þjónustu á vegum Google um þetta. Finnst það mjög ótrúverðug málsvörn en vonandi láta þeir taka þessa auglýsingu strax út eins og þeir segja í svarinu,“ segir Kjartan og birtir skjáskot af svari fyrirtækisins.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.