Stefna Jóhanni sem er 93 ára vegna 7.225 króna

Jóhann Eyfells er búsettur í Bandaríkjunum en á hús í Flóahreppi

Listamanninum Jóhanni K. Eyfells, sem er búsettur í Bandaríkjunum, hefur verið stefnt af Flóahreppi vegna vangoldinna fasteignagjalda af húsi hans á bænum Þingdal í Flóahreppi. Nemur skuldin alls 7.225 krónum. Þá bætist við málskostnaður, virðisaukaskattur og mögulega 40.000 krónur vegna kostnaðar við birtingu stefnunnar í Lögbirtingablaðinu. Í stefnunni segir að skuldin hafi ekki fengist greidd „þrátt fyrir innheimtutilraunir og er því nauðsynlegt að höfða mál til greiðslu hennar.“

Það tók blaðamann DV 43 sekúndur að ná sambandi við Ingibjörgu Eyfells, leikskólastjóra og frænku Jóhanns, en þau eru í miklum samskiptum. Ingibjörg sagðist koma af fjöllum vegna málsins og fullyrti að Jóhann hefði ekki hugmynd um málið sjálfur og ekki hefði verið haft samband við hana heldur. Að því búnu hafði Ingibjörg samband við Steinunni Erlu Kolbeinsdóttur lögfræðing sem sækir málið fyrir hönd Flóahrepps. Hún var ekki sátt við málavöxtu né svör Steinunnar: „Mér finnst þetta undarleg vinnubrögð, að geta ekki haft uppi á símanúmeri Jóhanns til þess að leysa þetta mál með einfaldari hætti. Lögfræðingur Flóahrepps tjáði mér að skuldin hefði hækkað um 40.000 krónur bara með því að vera birt í Lögbirtingablaðinu! Hverslags vitleysa er þetta eiginlega?“

Aðspurð hvernig reynt hefði verið að hafa samband við Jóhann, vildi Steinunn lítið tjá sig: „Þetta er gert þegar ekki næst í fólk. Viðkomandi er skráður erlendis og ekki hefur náðst í hann. Yfirleitt er reynt að hafa upp á fólki, það er bara metið í hvert skipti. Annars get ég ekki rætt málið frekar.“

Viltu lesa meira? Þú getur strax lesið þessa grein og aðrar í heild sinni hér á DV.is með því að ýta á „Sjá meira“ og nýta þér hagstæða áskriftartilboð frá aðeins 928 kr. á mánuði.
Sjá meira »
Gleymt lykilorð?
Auglýsing

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.