Fréttir

Dofri losnar ekki við fólkið af heimilinu: „Þetta er ferlið“

Hjálmar Friðriksson
Miðvikudaginn 6. desember 2017 16:38

Dofri Hermannsson, leikari og stjórnmálamaður, lýsir á Facebook-síðu sinni hve stórfurðuleg skriffinnska Þjóðskrár geti verið. Hann segir að talsverður hópur fólks sé með heimili sitt skráð á heimili hans en búi þar alls ekki.

Dofri lýsir samtali sínu við Þjóðskrá svo:
„Ég: Sæl. Það virðist vera að talsverður hópur fólks sé skráður til heimilis á heimili mínu sem býr alls ekki hér. Býr jafnvel í útlöndum. Get ég ekki óskað eftir því að þetta sé lagað?
Þjóðskrá: Jú, þú sendir okkur bara skriflegt erindi þar sem þú óskar eftir þessu.
Ég: Og breytið þið þessu þá?
Þjóðskrá: Nei, þá sendum við bréf til viðkomandi um að þú hafir óskað eftir þessari breytingu.
Ég: Og hvert sendið þið það? Heim til mín þar sem viðkomandi býr ekki?
Þjóðskrá: Já, þetta er ferlið. Svona eru lögin.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

FókusFréttir
Í gær

Rut bjó til hálsmen úr endajaxli og gaf kærastanum svo hann geti verið með hluta af henni á sér

Rut bjó til hálsmen úr endajaxli og gaf kærastanum svo hann geti verið með hluta af henni á sér
Í gær

Hvar eru konurnar?

Hvar eru konurnar?
FókusFréttir
Fyrir 2 dögum

Frá Akureyri í innflytjendafangelsi í Bandaríkjunum – Hlekkjuð á höndum og fótum – „Eins og að vera dýr í búri“

Frá Akureyri í innflytjendafangelsi í Bandaríkjunum – Hlekkjuð á höndum og fótum – „Eins og að vera dýr í búri“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landlæknisembættið varar við misnotkun á ávanabindandi lyfjum

Landlæknisembættið varar við misnotkun á ávanabindandi lyfjum