Dofri losnar ekki við fólkið af heimilinu: „Þetta er ferlið“

Mynd: Mynd Gunnar Gunnarsson

Dofri Hermannsson, leikari og stjórnmálamaður, lýsir á Facebook-síðu sinni hve stórfurðuleg skriffinnska Þjóðskrár geti verið. Hann segir að talsverður hópur fólks sé með heimili sitt skráð á heimili hans en búi þar alls ekki.

Dofri lýsir samtali sínu við Þjóðskrá svo:
„Ég: Sæl. Það virðist vera að talsverður hópur fólks sé skráður til heimilis á heimili mínu sem býr alls ekki hér. Býr jafnvel í útlöndum. Get ég ekki óskað eftir því að þetta sé lagað?
Þjóðskrá: Jú, þú sendir okkur bara skriflegt erindi þar sem þú óskar eftir þessu.
Ég: Og breytið þið þessu þá?
Þjóðskrá: Nei, þá sendum við bréf til viðkomandi um að þú hafir óskað eftir þessari breytingu.
Ég: Og hvert sendið þið það? Heim til mín þar sem viðkomandi býr ekki?
Þjóðskrá: Já, þetta er ferlið. Svona eru lögin.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.