fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Smyglaði tæpum 3 kílóum af MDMA til landsins með Norrænu

Auður Ösp
Þriðjudaginn 5. desember 2017 12:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir karlmenn, sem báðir eru pólskir ríkisborgarar, hafa verið dæmdir í 4 ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Voru þeir sakfelldir yfir að hafa staðið að innflutningi á rúmlega 3 kílóum af MDMA en efnin voru flutt til landsins í bifreið sem komið var fyrir í farþegaferjunni Norrænu.

Forsaga málsins er sú að annar mannanna, Pawel Pierkarsli, flutti efnin frá Hollandi til Íslands, falin í sérútbúnu geymsluhólfi í innréttingu bifreiðar af gerðinni Opel Omega. Fyrr í mánuðinum höfðu borist upplýsingar til lögreglu um að fíkniefni væru falin í bíl sem væri á leið til landsins með ferjunni Norrænu.

Ók Pawel bifreiðinni frá Zoetermeer í Hollandi til Danmerkur og þaðan með Norrænu sem kom til Seyðisfjarðar, þriðjudaginn 25. apríl 2017. Þegar ferjan lagðist að bryggju var leitað í nokkrum bílum sem með ferjunni komu, meðal annars bifreið Pawel. Engin fíkniefni fundust við leit tollgæslu í bílnum en þrátt fyrir þá niðurstöðu tók lögregla ákvörðun um að fylgja bílnum eftir.

Ók Pawel bifreiðinni áleiðis til Keflavíkur og sótti hinn manninn, Lukasz Modzelewski en Lukasz hafði komið til landsins með flugi frá Stokkhólmi þann 26. apríl. Óku þeir þá bifreiðinni að gistiheimilinu Hjarðarbóli í Ölfushreppi þar sem Lukasz fjarlægði hluta efnanna úr bifreiðinni. Þeir voru í kjölfarið handteknir á gistiheimilinu þann 27. apríl, en fíkniefnin fundust við leit í herbergi þeirra á gistiheimilinu og í bifreiðinni.

Við aðalmeðferð málsins játaði Lukazs að hafa komið hingað til lands til að fjarlægja tvo pakka af fíkniefnum, um 1 kg að þyngd, úr bíl Pawel en hann sagðist ekki hafa haft aðra aðkomu að málinu. Þá sagðist hann ekkert hafa komið að því að koma fíkniefnum fyrir í bílnum. Á meðan játaði Pawel að hafa flutt fíkniefni hingað til lands frá Hollandi með þeim hætti sem í ákæru er lýst en sagðist einungis hafa vitað af eitt kíló af fíkniefnum í bílnum. Hann hefði ekki haft hugmynd um að magnið væri 3 kíló.Vísaði hann til þess að hann hefði ekki verið í neinni aðstöðu til þess að staðreyna magn efnanna þar sem hann hefði ekki vitað hvar í bílnum efnin voru falin. Þá kvaðst hann hvorki hafa vitað hverrar tegundar fíkniefnin voru né heldur hvenær þau voru sett í bílinn. Sagði hann að sitt hlutverk hefði veriðað koma með bílinn hingað til lands og snúa síðan aftur heim til Póllands. Hver beðið hefði hann um þetta sagðist hann ekki mega greina frá en tók fram að það hefði ekki verið Lukasz. Þá sagðist hann ekkert geta sagt til um það hvort Lukasz hefði falið fíkniefnin í bílnum.

Mynd: © Rakel Ósk Sigurðardóttir

Taldi dómurinn ljóst að aðkoma Lukasz að málinu væri meiri en hann játaði fyrir dómnum. Þá þótti framburður Pawel í málinu óstöðugur en það það ekki fyrr en við skýrslugjöf við aðalmeðferð málsins sem hann játaði innflutning á fíkniefnum hingað til lands, þó þannig að hann hefði talið að einungis væri um 1 kg af fíkniefnum að ræða. Upplýst var að mati dómsins að hann var með hin haldlögðu fíkniefni í vörslum sínum í töluverðan tíma og þá þótti dómnum liggja ljós fyrir að hann kom með bíl sinn hingað til lands þrátt fyrir að hann hefði um það vitneskju að í honum væri falið mikið magn fíkniefna. Að mati dómsins var því hægt að slá því föstu að Pawel lét sér í léttu rúmi liggja hvaða efni voru í bílnum og einnig hvert magn efnanna væri.

Hvorugur mannanna hefur áður gerst sekur um refsiverða háttsemi hér á landi en Pawel á hins vegar sakaferil að baki í Póllandi. Ekki þótti ástæða til að gera upp á milli þáttar þeirra í málinu við ákvörðun refsingar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pétur Einarsson látinn
Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi