Fréttir

Ragnheiður ósátt og lýsir þrautagöngu ungs fjölskylduföður með krabbamein: „Ungi maðurinn varð frá að hverfa og hélt áfram að dæla peningum…“

Leyfið tölvunni að segja „já“ og sýnið í verki að þið séuð menn.“

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 5. desember 2017 19:00

„Þegar hann spurði um ástæðuna var svarið nánast eins og í breska spaugþættinum: „The computer says no“.“

Þetta segir Ragnheiður Davíðsdóttir, verkefnastjóri Krafts, í grein þar sem hún fjallar um stöðu ungs fjölskylduföður hér á landi sem glímir við krabbamein og það skilningsleysi sem virðist ríkja í garð krabbameinsveikra þegar kemur að bílastæðamálum í Reykjavík.

Ragnheiður segir frá því í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag að á rúmu ári hafi þessi ungi fjölskyldufaðir greitt rúmlega sextíu þúsund krónur í bílastæðagjöld.

„Svarið sem hann fékk var „nei“ og honum bent á að ef hann fengi sekt á bílastæðinu, gæti hann komið og fengið hana endurgreidda hjá Bílastæðasjóði.“

„Hann leitaði því til embættismanna borgarinnar og spurði hvort ekki væri hægt að taka tillit til þeirra sem kæmu reglulega í lyfjagjöf á spítalann, t.d. með útgáfu skírteinis sem hægt væri að koma fyrir í glugga ökutækisins sem kvæði á um að viðkomandi væri undanþeginn greiðsluskyldu. Hann benti á að slíkt kort væri hægt að veita krabbameinsveikum í tiltekinn tíma, skv. læknisvottorði, og það myndi aðeins gilda í ákveðinn tíma á meðan sjúklingurinn væri í lyfjameðferð. Hann lét þess einnig getið við embættismennina að slík kort fengju krabbameinsveikir í nágrannalöndunum, þannig að þeir væru fráleitt að finna upp hjólið í þeim efnum. Svarið sem hann fékk var „nei“ og honum bent á að ef hann fengi sekt á bílastæðinu, gæti hann komið og fengið hana endurgreidda hjá Bílastæðasjóði,“ segir Ragnheiður og bætir við að engin önnur úrræði hafi verið í boði.

„Þegar hann spurði um ástæðuna var svarið nánast eins og í breska spaugþættinum: „The computer says no“. Ungi maðurinn varð frá að hverfa og hélt áfram að dæla peningum í gjaldvélina við Landspítalann einu sinni í viku – enda fráleitt með heilsufar til að eltast við endurgreiðslu í hvert sinn sem hann færi fram yfir tímann á bílastæðinu,“ segir Ragnheiður sem bætir við að það gerist því miður oft að sektarmiði rati á ökutæki krabbameinsveikra þar sem erfitt er að áætla þann tíma sem meðferðin tekur í hvert sinn.

„Maður spyr sig hvor það myndi tefla fjárhagslegri afkomu Bílastæðasjóðs í voða ef krabbameinsveikum yrði veitt endurgjaldslaus bílastæði þann tíma sem þeir væru í lyfjameðferð? Nóg er nú samt sem langveikir þurfa að greiða í heilbrigiskerfinu, reyndar svo mikið að margir eru að sligast undan þeirri greiðslubyrði. Krabbameinsveikt fólk, og fjölskyldur þess, hafa nægar áhyggjur þótt ekki bætist við fjárhagsáhyggjur sem beinlínis má rekja til sjúkdómsins. Við, sem berjumst fyrir hagsmunum þessa þjóðfélagshóps, krefjumst þess að embættismenn Reykjavíkurborgar (sem fá margir hverjir endurgjaldslaus bílastæði, þótt fullfrískir séu) líti upp úr reglugerðafarganinu og taki ákvarðanir með hjartanu. Það er hægur vandi. Leyfið tölvunni að segja „já“ og sýnið í verki að þið séuð menn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Kötturinn sem Davíð Oddsson dekraði fallinn frá

Kötturinn sem Davíð Oddsson dekraði fallinn frá
Fréttir
Í gær

Tryggvi fastur á Landspítalanum í átta mánuði – „Börnin eru bara að molna niður“

Tryggvi fastur á Landspítalanum í átta mánuði – „Börnin eru bara að molna niður“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Líkamsárás í Breiðholti – Ökumenn í vímu

Líkamsárás í Breiðholti – Ökumenn í vímu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Slökkvistarf stendur enn yfir á Hvaleyrarbraut – Ekki vitað um eldsupptök

Slökkvistarf stendur enn yfir á Hvaleyrarbraut – Ekki vitað um eldsupptök
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Óþægilegt fyrir alla

Óþægilegt fyrir alla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einn af hverjum þremur Íslendingum les ekki bækur á íslensku

Einn af hverjum þremur Íslendingum les ekki bækur á íslensku
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Arnrún lenti í óhugnanlegu atviki: „Hryllir við því hvað hefði getað gerst“ – Hvetur fólk til að fara varlega

Arnrún lenti í óhugnanlegu atviki: „Hryllir við því hvað hefði getað gerst“ – Hvetur fólk til að fara varlega
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Harpa – Á meðan ég eldaði kvöldmatinn sprautaði hann sig inni á klósetti og var næstum dáinn

Harpa – Á meðan ég eldaði kvöldmatinn sprautaði hann sig inni á klósetti og var næstum dáinn