Magnús náði mögnuðu myndskeiði af fálka að rífa í sig bráð sína

LJósmynd/Yotube
LJósmynd/Yotube

„Fálkinn var greinilega ekki með það á hreinu að húsöndin er friðuð,“ segir Magnús Skarphéðinsson bóndi í Svartárkoti í Bárðardal en meðfygljandi myndskeið birti hann á Youtube síðu sinni á dögunum. Gefur þar á að líta fálka sem hafði náð sér húsandarstegg og era ð gæða sér á bráðinni í mestu makindum.

„Við sáum fálkann fljúga yfir bæinn með eitthvað stórt í klónum og því sendi ég drónann á eftir honum til þess að sjá hvað hann væri með“, segir Magnús í samtali við vefinn 641.is.

Þá kemur fram að fálkinn hafi ekki veitt nærveru drónans nokkra athygli en kveðst Magnús halda að dróninn hafi verið í nokkurra metra fjarlægð frá fuglinum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.