fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Móðir segir Nettó í Borgarnesi mismuna starfsmönnum í jólahlaðborði: „Þeim var í raun sagt að halda kjafti enda fengju þau pizzu“

Hjálmar Friðriksson
Þriðjudaginn 5. desember 2017 23:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tvær ungar dætur Maríu Erlu Guðmundsdóttur sögðu upp störfum hjá Nettó í Borgarnesi undir eins þegar það kom í ljós að verslunin hugðist einungis bjóða hluta starfsmanna í jólahlaðborð, og þær ekki þar með taldar. Í samtali við DV segir María Erla að svo virðist sem mismunun verslunarinnar á milli starfsmanna snúist ekki um hve lengi viðkomandi hafi unnið né hvort viðkomandi sé í fullu starfi. Eldri dóttir hennar hafi unnið í Nettó í þrjú ár.

„Hjá Nettó í Borgarnesi er starfsmannasjóður og í hann borga allir starfsmenn. Hluti starfsmanna stofnar svo „auka“ starfsmannasjóð sem að er haldið leyndu fyrir um helming starfsmanna. Fólkið í þessum „auka“ starfsmannasjóði ákveður að gera eitthvað skemmtilegt jólahlaðborð eða álíka. Einum nýjum starfsmanni boðið að borga sig inn og koma með en öllu er haldið leyndu fyrir hinum starfsmönnunum sem frétta af þessu frá fólki utan af sér,“ segir María Erla.

Sagt að aðrir lögðu sig meira fram

Hún segir að ef málinu hefði lokið þar þá hefði þetta verið leiðinleg framkoma af hluta starfsmanna en ekki ástæða til að segja upp störfum. Svo var hins vegar ekki. „Yfirmaðurinn sækir um styrk til fyrirtækisins og fær þann styrk. Fyrirtækið sem sagt borgar hluta af jólahlaðborðinu fyrir þessa útvöldu starfsmenn. Hinir eiga að fá pizzu seinna. Þegar að upp komst um málið af starfsfólkinu sem var ekki boðið komu yfirmenn í Nettó í Borgarnesi, Kristín þar á meðal, og töluðu við starfsfólkið. Þau sögðu þeim að dagvinnufólkið væri sko búið að leggja 110% vinnu á sig og ætti þetta svo sannarlega skilið. Spurningin er þá hvort hinir lögðu ekki 110% á sig líka?,“ segir María. Hún bætir við þetta að vissulega hafi dætur hennar aðallega unnið á kvöldin, enda á skólaaldri, en það afsaki ekki að mismuna starfsmönnum svo.

Ætti að bjóða öllum eða engum

María segir enn fremur að viðbrögð yfirmanna hafi verið fyrir neðan allar hellur. „Þeim var í raun sagt að halda kjafti og sætta sig við þetta enda fengju þau pizzu seinna, eða þau gætu hætt. Dætur mínar hættu báðar og sonur minn sem hefur starfað þarna í nokkur ár og ætlaði að vera að vinna í Nettó Borgarnesi í desember sagði að það kæmi ekki til greina að vinna á stað sem mismunar starfsfólki eins og gert var þarna. Ég vona að ekkert fyrirtæki starfi eins og þetta. Alls staðar þar sem ég hef unnið hefur alltaf öllum verið boðið hvort sem að þeir eru í starfsmannafélagi eða ekki. Þeim sem eru ekki í starfsmannafélagi er boðið og greiða þeir þá fullt gjald eins og eðlilegt er. Það er lágmark að bjóða samstarfsfólki með, það hefur þá að minnsta kosti val um að afþakka,“ segir María.

DV gerði tilraun til að fá viðbrögð frá fyrirtækinu án árangurs. Þegar DV náði tali af fyrrnefndri Kristínu Ólafsdóttur verslunarstjóra þá vísaði hún á Hauk Benediktsson starfsmannafulltrúa. Hann vísaði á Hall Geir Heiðarsson rekstrarstjóra sem svaraði ekki í símann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala