Gunnar Hrafn fer í meðferð: Segist hafa verið svikinn og nærri sjálfsvígi

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Gunnar Hrafn Jónsson, fyrrverandi þingmaður Pírata, segist hafa fallið á áfengisbindindi sínu eftir kosningar og sé nú á leiðinni í meðferð. Hann segist hafa nærri svipt sig lífi í síðustu viku.

Gunnar Hrafn greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni í stöðufærslu á ensku. Þar segir hann röð atburða, bæði pólitískra og persónulegra, svika sem og vaxandi sjálfshaturs hafi valdið því að hann hafi fallið og byrjað á ný að drekka áfengi.

Hann vonast til að geta losnað endanlega við áfengið með því að fara í tíu daga meðferð nú. Gunnar Hrafn segir að ef það hefði ekki fyrir ákveðna vitrun sem hann fékk í síðustu viku hefði hann mögulega svipt sig lífi. Hann bætir við að ást hans á sinni fjölskyldu hafi jafnframt komið í veg fyrir það.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.