Fréttir

Tom Hanks hjólar í Donald Trump

Ari Brynjólfsson
Mánudaginn 4. desember 2017 19:30

Stórleikarinn Tom Hanks vandar Donald Trump ekki kveðjurnar og segir hann vera að eyðileggja upplýsandi fjölmiðla með stöðugum árásum sínum. Hanks sagði í viðtali á sjónvarpsstöðinni CNN um helgina að Trump væri að ýta undir lestur fólks á fölskum fréttasíðum sem hefðu annan tilgang en að upplýsa almenning: „Það er verið að sturta svo mikilli drullu og olíu í vatnið að það verður brátt ódrekkandi,“ sagði Hanks og vísaði til stöðugra ummæla Trump um að fréttir miðla á borð við CNN og New York Times séu fake news, eða falskar fréttir.

Hanks leikur í nýrri mynd, The Post, sem fjallar um birtingu Pentagon-skjalanna á sínum tíma þar sem sett var lögbann á fjölmiðla á grundvelli þess að skjölunum hefði verið lekið og vörðuðu við þjóðaröryggi. Hanks segir aðferðir Trump séu miklu verri en að leggja lögbann á fjölmiðla: „Þetta minnir á einræðisstjórnir, það er ekki lokað á fjölmiðlana heldur er dregið úr vægi þeirra með því að segja að það sé ekkert að marka þá. Við værum ekki Bandaríkin ef það væri ekki tjáningarfrelsi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bróðir Jönu ítrekað sendur heim af sjúkrahúsinu á Akureyri í sjálfsvígshugleiðingum – Hvattur til að flytja suður

Bróðir Jönu ítrekað sendur heim af sjúkrahúsinu á Akureyri í sjálfsvígshugleiðingum – Hvattur til að flytja suður
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hallgrímur jarðar hátíðina á Þingvöllum: „Þar voru aðeins um tuttugu eldri hjón, sem öll höfðu gert smá krók á leið sinni úr sumarhúsum sínum“

Hallgrímur jarðar hátíðina á Þingvöllum: „Þar voru aðeins um tuttugu eldri hjón, sem öll höfðu gert smá krók á leið sinni úr sumarhúsum sínum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðni veitti Piu Kjærsgaard fálkaorðuna 

Guðni veitti Piu Kjærsgaard fálkaorðuna