fbpx
Fréttir

Tom Hanks hjólar í Donald Trump

Ari Brynjólfsson
Mánudaginn 4. desember 2017 19:30

Stórleikarinn Tom Hanks vandar Donald Trump ekki kveðjurnar og segir hann vera að eyðileggja upplýsandi fjölmiðla með stöðugum árásum sínum. Hanks sagði í viðtali á sjónvarpsstöðinni CNN um helgina að Trump væri að ýta undir lestur fólks á fölskum fréttasíðum sem hefðu annan tilgang en að upplýsa almenning: „Það er verið að sturta svo mikilli drullu og olíu í vatnið að það verður brátt ódrekkandi,“ sagði Hanks og vísaði til stöðugra ummæla Trump um að fréttir miðla á borð við CNN og New York Times séu fake news, eða falskar fréttir.

Hanks leikur í nýrri mynd, The Post, sem fjallar um birtingu Pentagon-skjalanna á sínum tíma þar sem sett var lögbann á fjölmiðla á grundvelli þess að skjölunum hefði verið lekið og vörðuðu við þjóðaröryggi. Hanks segir aðferðir Trump séu miklu verri en að leggja lögbann á fjölmiðla: „Þetta minnir á einræðisstjórnir, það er ekki lokað á fjölmiðlana heldur er dregið úr vægi þeirra með því að segja að það sé ekkert að marka þá. Við værum ekki Bandaríkin ef það væri ekki tjáningarfrelsi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Pakistani í haldi grunaður um að hafa flutt inn tugi manns til Íslands

Pakistani í haldi grunaður um að hafa flutt inn tugi manns til Íslands
Fyrir 21 klukkutímum

5 stjórnmálamenn sem gætu leikið betur en Dóra

5 stjórnmálamenn sem gætu leikið betur en Dóra
Fréttir
Í gær

Fékk 50 þúsund greiddar fyrir þrjú störf hjá Reykjavíkurborg: „Mér var sagt að þau höfðu gleymt sér“

Fékk 50 þúsund greiddar fyrir þrjú störf hjá Reykjavíkurborg: „Mér var sagt að þau höfðu gleymt sér“
Fréttir
Í gær

Segir hóp kvenna hafa rænt #metoo byltingunni: „Getur verið að þessar konur séu með mölbrotna sjálfsmynd og laskaða?“

Segir hóp kvenna hafa rænt #metoo byltingunni: „Getur verið að þessar konur séu með mölbrotna sjálfsmynd og laskaða?“
Fréttir
Í gær

Kristinn Haukur ráðinn fréttastjóri hjá DV

Kristinn Haukur ráðinn fréttastjóri hjá DV
Fréttir
Í gær

Reykjavíkurborg greiddi 700 þúsund fyrir „ýmislegt“

Reykjavíkurborg greiddi 700 þúsund fyrir „ýmislegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pála beið í 10 ár eftir íbúð: Hefur þurft að flytja 35 sinnum – „Ég skil ekki tilganginn með þessu“

Pála beið í 10 ár eftir íbúð: Hefur þurft að flytja 35 sinnum – „Ég skil ekki tilganginn með þessu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjáðu viðbrögð „níðhópsins“ við grein Jóns Steinars: „Finnst hann samt drulluhali“

Sjáðu viðbrögð „níðhópsins“ við grein Jóns Steinars: „Finnst hann samt drulluhali“