Fréttir

Sjáðu hversu mikið Íslendingar sækja í deilisíður

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 4. desember 2017 12:22

Þeim Íslendingum fækkar sem aldrei hafa notað tónlist, sjónvarpsefni eða kvikmyndir sem hefur verið hlaðið niður af deilisíðum.

Þannig voru 44 prósent Íslendinga sem aldrei hafa notað efni sem hefur verið hlaðið niður með slíkum hætti, samanborið við 50 prósent árið 2015 í könnun MMR. Auk þess kom í ljós að fólk á aldrinum 18 – 29 ára reyndist líklegasti aldurshópurinn til að nota efni sem hlaðið hefur verið niður af deilisíðum.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í niðurstöðum könnunar MMR sem fjallað er um á vef MMR.

Sem fyrr segir var fólk á aldrinum 18 til 29 ára töluvert líklegra en fólk í öðrum aldurshópum til að nota tónlist, sjónvarpsefni eða kvikmyndir sem hlaðið hafði verið niður af erlendum eða innlendum deilisíðum. Sá hópur var jafnframt líklegri en aðrir aldurshópar til að gera slíkt 3 sinnum í viku eða oftar.

Auk þess mátti sjá að því yngri sem svarendur voru, því líklegri voru þeir til að segjast hafa notað efni sem hlaðið var niður af erlendum eða innlendum deilisíðum. Þannig voru 84% svarenda á aldrinum 18 – 29 ára sem höfðu notað efni sem hlaðið var niður af deilisíðum, samanborið við 18% svarenda á aldrinum 68 ára og eldri.

Þá segir á vef MMR að aukning á notkun efnis sem hlaðið var niður af deilisíðum hafi helst orðið í aldurshópnum 50 til 67 ára. 41 prósent svarenda í þeim aldurshópi sögðust hafa notað efni sem hlaðið hafði verið niður með slíkum hætti, borið saman við 27 prósent árið 2015.

„Þetta gefur til kynna breytingu á neysluvenjum fólks á notkun efnis af deilisíðum. Sú breyting er í takt við þá þróun sem á sér stað á markaðinum en neytendur eru í auknum mæli farnir að nýta sér einfaldar og hraðvirkar streymisveitur, á borð við Netflix og Hulu,“ segir á vef MMR.

„Auk þess var áhugavert að sjá að fólk með hærri menntun var líklegra til að segjast hafa notað efni sem hlaðið var niður af deilisíðum, borið saman við fólk með lægri menntun. Sem dæmi var 47% fólks með grunnskólamenntun sem höfðu notað efni sem halðið var niður af deilisíðum, á meðan 62% fólks með háskólamennun höfðu gert slíkt hið sama. Hins vegar var fólk með grunnskólamenntun líklegra en fólk með hærri menntun til að nota efni 3 sinnum í viku eða oftar sem hlaðið hafði verið af deilisíðum, eða 24%.“

Þá var notkun Íslendinga á deilisíðum borin saman við stuðning við stjórnmálaflokka. Í ljós kom að flest stuðningsfólk Pírata höfðu notað efni sem hlaðið hafði verið niður af deilisíðum, eða 79%, og var auk þess líklegra en stuðningsfólk annarra stjórnmálaflokka til að gera slíkt. Aftur á móti var stuðningsfólk Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar líklegra en stuðningsfólk annarra stjórnmálaflokka til að hafa aldrei notað efni sem hlaðið var niður af deilisíðum, eða 57% hvor.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Kötturinn sem Davíð Oddsson dekraði fallinn frá

Kötturinn sem Davíð Oddsson dekraði fallinn frá
Fréttir
Í gær

Tryggvi fastur á Landspítalanum í átta mánuði – „Börnin eru bara að molna niður“

Tryggvi fastur á Landspítalanum í átta mánuði – „Börnin eru bara að molna niður“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Líkamsárás í Breiðholti – Ökumenn í vímu

Líkamsárás í Breiðholti – Ökumenn í vímu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Slökkvistarf stendur enn yfir á Hvaleyrarbraut – Ekki vitað um eldsupptök

Slökkvistarf stendur enn yfir á Hvaleyrarbraut – Ekki vitað um eldsupptök
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Óþægilegt fyrir alla

Óþægilegt fyrir alla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einn af hverjum þremur Íslendingum les ekki bækur á íslensku

Einn af hverjum þremur Íslendingum les ekki bækur á íslensku
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Arnrún lenti í óhugnanlegu atviki: „Hryllir við því hvað hefði getað gerst“ – Hvetur fólk til að fara varlega

Arnrún lenti í óhugnanlegu atviki: „Hryllir við því hvað hefði getað gerst“ – Hvetur fólk til að fara varlega
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Harpa – Á meðan ég eldaði kvöldmatinn sprautaði hann sig inni á klósetti og var næstum dáinn

Harpa – Á meðan ég eldaði kvöldmatinn sprautaði hann sig inni á klósetti og var næstum dáinn