Fréttir

Bandaríkin hyggjast eyða 1,5 milljarði í að gera upp flugskýli í Keflavík

„Ísland er ósökkvandi flugmóðurskip“

Ari Brynjólfsson
Mánudaginn 4. desember 2017 15:40

Bandaríska varnarmálaráðuneytið hyggst verja rúmlega 1,5 milljarði króna í að gera upp herstöð Bandaríkjamanna í Keflavík. Þetta er fullyrt í tímaritinu Foreign Policy í dag. Er vísað til fjárlagafrumvarps Bandaríkjanna sem bíður nú staðfestingar Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Fjármunum er ætlað, samkvæmt frumvarpinu, að gera upp flugskýlin til að koma fyrir flugvélum bandaríska sjóhersins.

Bandaríkjamenn hafa áhyggjur af rússneskum kafbátum sem fara nálægt Íslandi. Ástand kafbátaflota Rússa hefur ekki verið betra frá falli Sovétríkjanna, þó að kafbátarnir séu öllu færri þá eru þeir betur búnir og tæknivæddari. Rússar hafa lagt mikið upp úr kafbátaflotanum og er hann nú sambærilega fullkominn og floti Bandaríkjamanna. „Í þetta skiptið eru þeir [Rússar]að leggja áherslu á gæði frekar en magn,“ segir Magnus Nordenmann hjá Atlantshafsráðinu í samtali við FP.

Í Kalda stríðinu höfðu Sovétmenn aðgang að fleiri höfnum við Svartahaf og Eystrasalt en nú og því er auðveldara fyrir flota Atlantshafsbandalagsins að króa hann af ef til stríðs kemur. Besta leiðin fyrir Rússa að komast út á Atlantshaf er framhjá Íslandi og því gegnir landið mikilvægu hlutverki í að fylgjast með ferðum rússneskra kafbáta: „Ísland er lykillinn,“ segir Nordenmann: „[Ísland ] er ósökkvandi flugmóðurskip í miðju Atlantshafinu“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bróðir Jönu ítrekað sendur heim af sjúkrahúsinu á Akureyri í sjálfsvígshugleiðingum – Hvattur til að flytja suður

Bróðir Jönu ítrekað sendur heim af sjúkrahúsinu á Akureyri í sjálfsvígshugleiðingum – Hvattur til að flytja suður
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hallgrímur jarðar hátíðina á Þingvöllum: „Þar voru aðeins um tuttugu eldri hjón, sem öll höfðu gert smá krók á leið sinni úr sumarhúsum sínum“

Hallgrímur jarðar hátíðina á Þingvöllum: „Þar voru aðeins um tuttugu eldri hjón, sem öll höfðu gert smá krók á leið sinni úr sumarhúsum sínum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðni veitti Piu Kjærsgaard fálkaorðuna 

Guðni veitti Piu Kjærsgaard fálkaorðuna