fbpx
Fréttir

Fréttirnar sem vöktu meiri athygli en aðrar

Vinsælustu fréttir ársins á DV.is – ofbeldi, koma Costco og níðingsskapur

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Sunnudaginn 31. desember 2017 14:00

DV og dv.is voru í mikilli sókn á árinu. Lestur á blaði DV hefur aukist um 74% á hálfu ári. Þó hefur lestur á vef dv.is aldrei verið meiri frá því að hann var settur á laggirnar. Til marks um þennan mikla lestur að þá er í fyrsta sinn í sögu dv.is allar innlendar fréttir með meira en 100 þúsund í lestur. Þess má geta að 19 innlendar fréttir á árinu fóru yfir 100 þúsund. Þær fréttir sem voru mest lesnar á árinu voru eftirfarandi:


Níðingar á eftir Sigrúnu: Skólabílstjóri, nauðgari, og fleiri karlmenn vildu Sigrúnu Ósk í heimsókn

DV stóð fyrir tilraun í sumar sem stóð yfir í nokkra mánuði. Blaðamennirnir Kristjón Kormákur og Guðrún Ósk bjuggu til Facebook-síðu fyrir unglingsstúlku og gáfu henni nafnið Sigrún Ósk. Til að gera síðuna trúverðuga greindi Sigrún frá því að hún væri að stofna nýja síðu þar sem Facebook hefði lokað á þá síðu sem hún hafði áður. Myndir af Sigrúnu á síðunni voru af Guðrúnu blaðakonu DV frá unglingsaldri. Til að koma síðunni af stað sendi Sigrún vinabeiðnir á alls konar fólk, unga sem aldna og reyndi að hafa vinahópinn sem fjölbreyttastan. Meðal þeirra sem hún sendi til voru þrír aðilar sem blaðamenn DV vissu að væru meðlimir á síðum þar sem vændiskonum eru gefnar einkunnir. Þá var Sigrún einnig með Snapchat-aðgang og síma sem blaðakonan notaði, bæði í símtöl og skeytasendingar. Sigrún var með þá reglu gegnumgangandi í sínum samskiptum á miðlunum að hún skyldi aldrei hefja samræður að fyrra bragði við karlmenn. Til að gera langa sögu stutta sendu tugir karlmanna skilaboð á tálbeitu DV. Blaðamenn DV hittu nokkra þeirra, þar á meðal dæmdan nauðgara, skólabílstjóra og yfirmann hjá virtu fyrirtæki. Fréttin vakti mikla athygli. Eftir umfjöllunina voru skólabílstjórinn og yfirmaðurinn reknir. Fréttin var sú mest lesna á árinu.

227.753 lásu


Myndband sýnir mann ganga yfir götuna: Myndefnið úr eftirlitsmyndavélinni sýnt í nýju ljósi

Tvö) Frétt um myndskeið úr eftirlitsmyndavél á Laugavegi eftir hvarf Birnu Brjánsdóttur vakti mikla athygli. Þóttust sumir sjá dularfulla menn koma fyrir á myndskeiðinu á sama tíma og Birna átti leið þar hjá. Í ljós kom að maðurinn var ekki að veita Birnu eftirför og var myndbandið síðar fjarlægt.

196.657 lásu


Grét í Costco

Frétt um að ekki væri allt með felldu í Costco endaði í fjórða sæti. Þar ræddi DV við bæði núverandi og fyrrverandi starfsmenn sem sögðu farir sínar ekki sléttar. DV barst ábendingar frá starfsfólki um ýmsa bresti sem voru í rekstri stórverslunarinnar. Meðal annars um gegndarlausa matarsóun sem starfsmönnum blöskraði og slæma framkomu yfirmanna í garð undirmanna sem stuðlaði að gríðarlegri starfsmannaveltu.

141.518 lásu


Gunnar: „Mínar kenndir eru til kvenna sem eru á milli bleia en þú ert með kenndir til kvenna sem eru komnar af seinni bleiu“

Þriðja mest lesna fréttin á árinu var afhjúpun DV á barnaníðingnum Gunnari Jakobssyni. Dv fór með falda myndavél á ógeðfellt heimili níðingsins á Stokkseyri. Í ljós kom að Gunnar hafði safnað miklu skeggi til að dulbúast svo hann gæti farið óáreittur í sund að horfa á lítil börn. Gunnar sagði að hann hefði frá fæðingu haft annarlegur kenndir. Hann flúði land í sumar og er sestur að í Svíþjóð.

134.508 lásu

Barnaverndarnefnd hrifsar nýfætt barn úr höndum móður á Landspítalanum

Frétt DV um að Barnavernd hefði tekið nýfætt barn úr höndum móður á Landspítalanum var umdeilt. DV hitti foreldrana, hjónin Arleta og Adam Kilichowska, sem sögðu farir sínar af Barnavernd ekki sléttar. Hjónin viðurkenndu að þau væru ekki fullkomnir foreldrar en bæði þau og lögmaður þeirra, Leifur Runólfsson héraðsdómslögmaður, töldu aðgerðir barnaverndarnefndar allt of harkalegar og að beita mætti öðrum aðferðum til að tryggja velferð barnanna. Málið vakti einnig mikla athygli í Póllandi.

131.828 lásu


Þeir eru í varðhaldi

DV var ásamt Stundinni fyrst til að myndbirta og nafngreina mennina sem sátu í varðhaldi grunaðir um að tengjast hvarfi Birnu Brjánsdóttur. Þetta voru þeir Thomas Möller Olsen og Nikolaj Olsen. Nikolaj var síðar sleppt og er laus allra mála en Thomas var dæmdur fyrir morð.

123.381 lásu


Skemmdarverk á Snæfellsnesi: „Sendu myndina á kínversk yfirvöld“

Þessi frétt komst óvænt inn á listann yfir þær fréttir sem vöktu mesta athygli á árinu. 115 þúsund lesendur vildu vita meira um skemmdarverk á Snæfellsnesi. Sá sem vann skemmdarverkið var fordæmdur víða um heim en táknin þýddu einfaldlega „Kína“.

115.952 lásu


Tinna fundin: „Við erum sorgmædd og reið“

Tugir manna leituðu að tíkinni Tinnu sem fannst að lokum dauð undir steini við smábátahöfnina í Keflavík. Ljóst er að óhæfuverk hafði verið unnið. Fréttin vakti mikla athygli og fóru lesendur hamförum í kommentakerfinu af reiði. Ágúst Ævar, annar eigandi Tinnu, sagði:

„Ég trúi á karma og veit að það tekur við á þessa manneskju sem hefur sýnt Tinnu okkar þessa vanvirðingu. Vanvirðingu við líf og tíma annarra sem tóku þátt í þessari leit.“

113.952 lásu


Diljá stígur fram og segir frá ofbeldi Björns

Diljá Tara Helgadóttir steig hetjuskref og greindi frá ofbeldi sem hún hafði orðið fyrir af hendi Björns Daníels Sigurðssonar, fyrrverandi sambýlis manns hennar. Björn var dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir hrottalegt ofbeldi. Þótti Diljá sýna mikið hugrekki að stíga fram og leyfði DV að birta myndir sem sýna afleiðingar af skelfilegu heimilisofbeldi.

113.728 lásu


Guðbjörn tjáir sig um kynferðisbrot gegn dóttur hans

Guðbjörn Guðbjörnsson, sjálfstæðismaður til 30 ára, steig fram og opnaði sig um þær erfiðu tilfinningar sem kviknuðu í brjósti hans þegar hann komst að því að 16 ára dóttur hans hefði verið nauðgað. Dóttir hans gerði allt rétt til að leita réttar síns en eins og svo oft áður var ofbeldismaðurinn sýknaður. Guðbjörn sagði í viðtali við DV að fyrir ofbeldið hefði hann verið hefðbundin karlremba en að vera aðstandandi hefði opnað augu hans. Vildi Guðbjörn meina að ástæðan fyrir vægum dómum væri hugarfar og skapgerð dómaranna. Hann taldi að flestir þeirra væru nákvæmlega sömu karlremburnar og hann var sjálfur fyrir nokkrum árum.

106.775 lásu

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Pakistani í haldi grunaður um að hafa flutt inn tugi manns til Íslands

Pakistani í haldi grunaður um að hafa flutt inn tugi manns til Íslands
Fyrir 21 klukkutímum

5 stjórnmálamenn sem gætu leikið betur en Dóra

5 stjórnmálamenn sem gætu leikið betur en Dóra
Fréttir
Í gær

Fékk 50 þúsund greiddar fyrir þrjú störf hjá Reykjavíkurborg: „Mér var sagt að þau höfðu gleymt sér“

Fékk 50 þúsund greiddar fyrir þrjú störf hjá Reykjavíkurborg: „Mér var sagt að þau höfðu gleymt sér“
Fréttir
Í gær

Segir hóp kvenna hafa rænt #metoo byltingunni: „Getur verið að þessar konur séu með mölbrotna sjálfsmynd og laskaða?“

Segir hóp kvenna hafa rænt #metoo byltingunni: „Getur verið að þessar konur séu með mölbrotna sjálfsmynd og laskaða?“
Fréttir
Í gær

Kristinn Haukur ráðinn fréttastjóri hjá DV

Kristinn Haukur ráðinn fréttastjóri hjá DV
Fréttir
Í gær

Reykjavíkurborg greiddi 700 þúsund fyrir „ýmislegt“

Reykjavíkurborg greiddi 700 þúsund fyrir „ýmislegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pála beið í 10 ár eftir íbúð: Hefur þurft að flytja 35 sinnum – „Ég skil ekki tilganginn með þessu“

Pála beið í 10 ár eftir íbúð: Hefur þurft að flytja 35 sinnum – „Ég skil ekki tilganginn með þessu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjáðu viðbrögð „níðhópsins“ við grein Jóns Steinars: „Finnst hann samt drulluhali“

Sjáðu viðbrögð „níðhópsins“ við grein Jóns Steinars: „Finnst hann samt drulluhali“