fbpx
Fimmtudagur 24.janúar 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fáðu DV í áskrift

Þú getur valið prentáskrift eða vefáskrift

Sjá nánar eða Lesa blaðið
Fréttir

Þetta bar hæst í janúar: Óhugnanlegt morð átti hug þjóðarinnar

Björn Þorfinnsson
Laugardaginn 30. desember 2017 14:30

  1. janúar

Vanhelgun Akureyrarkirkju

Skemmdarverk voru unnin á Akureyrarkirkju og þremur öðrum kirkjum á Akureyri aðfaranótt miðvikudagsins 4. janúar. Skemmdarverkin voru í formi klúryrða gagnvart kristinni trú sem spreyjuð voru á veggi og hurðir kirknanna. Hraðar hendur þurfti að hafa í Akureyrarkirkju þar sem útför átti að fara fram þennan dag. Spreybrúsi fannst við hurð kirkjunnar og var lögregla kölluð á vettvang. Maður á þrítugsaldri var handtekinn degi seinna. Hann játaði og var sleppt í kjölfarið.

  1. janúar

Ferðamaður lést við Reynisfjöru

Fjögurra manna þýsk fjölskylda sem var á ferðalagi um Ísland sogaðist út með briminu skammt austan við Reynisfjöru laust eftir klukkan 13 mánudaginn 9. janúar. Um var að ræða hjón með tvö börn og náði eiginmaðurinn og bæði börnin að koma sér á land án þess að verða meint af. Björgunarsveitarmenn, skip og þyrla voru kölluð til en aðstæður til leitar voru mjög erfiðar vegna brims. Konan, sem var 47 ára, fannst um klukkutíma síðar og var hún úrskurðuð látin skömmu eftir komuna á sjúkrahús.

10.janúar

Stjórnarsáttmáli undirritaður

Alþingiskosningarnar 29. október 2016 skildu eftir sig flókna stöðu í stjórnmálunum og erfiðlega gekk að koma saman ríkisstjórn. Í þriðju tilraun náðu Sjálfstæðisflokkur, Viðreisn og Björt framtíð saman en flokkarnir þrír mynduðu meirihluta með 32 þingmönnum, minnsta mögulega mun. Stjórnarsáttmálinn var undirritaður í Gerðarsafni í Kópavogi. Allnokkrir innan bæði Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar höfðu þó lýst efasemdum um samstarfið og hinn tæpa meirihluta.

Ný ríkisstjórn tók við í byrjun árs. Valdatíð hennar varð stutt.
Náðu loks saman Ný ríkisstjórn tók við í byrjun árs. Valdatíð hennar varð stutt.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

  1. janúar

Leitað að Birnu Brjánsdóttur

Eitt umfangsmesta fréttamál Íslands hófst þegar móðir hinnar tvítugu Birnu Brjánsdóttur tilkynnti lögreglu að hún væri týnd. Birna hafði verið úti að skemmta sér föstudagskvöldið 13. janúar og ekkert sést til hennar síðan um nóttina. Þegar hún mætti ekki til vinnu daginn eftir fór fjölskyldan að hafa áhyggjur og hóf leit að henni. Lögreglan lýsti eftir upplýsingum um ferðir hennar á sunnudeginum 15. janúar. Degi seinna var óskað eftir upplýsingum um ferðir rauðrar Kia Rio-bifreiðar.

Birnu-málið heltók íslensku þjóðina í byrjun árs.
Birna Brjánsdóttir Birnu-málið heltók íslensku þjóðina í byrjun árs.
  1. janúar

Skór Birnu finnast

Straumhvörf urðu í leitinni að Birnu Brjánsdóttur þegar tveir bræður og leitarmenn fundu Dr. Martens-skó, sem síðar var staðfest að væru hennar, við Hafnarfjarðarhöfn. Leit fór nú að beinast meira að hafnarsvæðinu. Síðar þennan sama dag kemur í ljós að skipverjar á grænlenska togaranum Polar Nanoq, sem lá við höfnina en var þá farinn úr landi, hefðu haft umrædda Kia Rio-bifreið á leigu. Þennan sama dag var hald lagt á bifreiðina í Kópavogi.

  1. janúar

Skipverjar handteknir

Síðdegis þriðjudaginn 17. janúar var grænlenska togaranum Polar Nanoq snúið við en hann var þá kominn út úr íslenskri lögsögu. Um hádegisbil 18. janúar flaug þyrla Landhelgisgæslunnar á móti skipinu með vopnaða sérsveitarlögreglumenn um borð. Lögreglumennirnir sigu í skipið og handtóku tvo skipverja, sem grunaðir voru að búa yfir upplýsingum um hvarf Birnu Brjánsdóttur. Nálægt miðnætti kom skipið að höfn í Hafnarfirði og voru mennirnir þá færðir til yfirheyrslu. Við leit í skipinu fundust munir og lífsýni tengd Birnu en einnig umtalsvert magn af hassi.

Nikolaj Olsen (til vinstri) og Thomas Frederik Møller Olsen (til hægri) sættu varðhaldi vegna hvarfs Birnu Brjánsdóttur.  Nikolaj var síðar sleppt en Thomas Frederik hlaut þungan dóm.
Handteknir Nikolaj Olsen (til vinstri) og Thomas Frederik Møller Olsen (til hægri) sættu varðhaldi vegna hvarfs Birnu Brjánsdóttur. Nikolaj var síðar sleppt en Thomas Frederik hlaut þungan dóm.
  1. janúar

Lík Birnu finnst

Rúmri viku eftir að Birna Brjánsdóttir hvarf fannst lík hennar í fjöruborðinu við Selvogsvita í Ölfusi. Á blaðamannafundi tilkynnti lögregla um líkfundinn og jafnframt að yfirgnæfandi líkur væru á að henni hefði verið ráðinn bani. Seinna var öðrum skipverjanum, Nikolaj Olsen, sleppt lausum eftir gæsluvarðhald en hinn, Thomas Möller Olsen, var ákærður fyrir morðið á Birnu.

  1. janúar

Fórst í snjóflóði á Esju

Birgir Pétursson, 25 ára, fórst í snjóflóði í Esju síðdegis laugardaginn 28. janúar. Birgir var á göngu ásamt tveimur öðrum mönnum þegar snjóflóðið féll á vel þekkt göngusvæði fjallsins. Hinir tveir komust upp úr flóðinu af sjálfsdáðum og voru þeir fluttir á slysadeild til aðhlynningar. Kalla þurfti til björgunarsveit til að finna Birgi. Um hundrað manns tóku þátt í leitinni ásamt þyrlu Landhelgisgæslunnar og fannst hann látinn á níunda tímanum.

  1. janúar

Lögðu hald á 215 nautgripi

Matvælastofnun lagði hald á 215 nautgripi á bænum Brimnesi í Eyjafirði vegna vanhirðu og skipaður var bústjóri yfir býlinu. Þá þurfti að slátra 45 gripum. Haustið 2016 hafði búið misst leyfið til að framleiða mjólk sökum óþrifnaðar. Talið var að dýrin stæðu of þétt saman, að þau fengju ekki nægilegt vatn og stæðu í fóðurganginum. Bændurnir voru ákærðir fyrir brot á lögum um búfjárhald en gerðu skömmu seinna úrbætur á aðstöðu dýranna og voru þau því ekki fjarlægð af býlinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Sjáðu magnað myndband Rúnars af bíræfnum bílaþjóf gómuðum af lögreglu

Sjáðu magnað myndband Rúnars af bíræfnum bílaþjóf gómuðum af lögreglu
Fréttir
Í gær

Sindri ákærður fyrir manndrápstilraun – Stakk Elmar margoft

Sindri ákærður fyrir manndrápstilraun – Stakk Elmar margoft
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hefur þú séð þennan bíl? Lögreglan leitar að honum

Hefur þú séð þennan bíl? Lögreglan leitar að honum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mynd dagsins: Keyrði fram hjá Háteigsskóla – „Þetta var einhver að flýta sér“

Mynd dagsins: Keyrði fram hjá Háteigsskóla – „Þetta var einhver að flýta sér“
Fyrir 3 dögum

Réttarkerfið kostaði Stacey lífið

Réttarkerfið kostaði Stacey lífið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögreglumönnum brugðið eftir atvik í morgun: „Lögreglumaður á vettvangi sagði við kollega sinn að þetta myndi ekki enda vel“

Lögreglumönnum brugðið eftir atvik í morgun: „Lögreglumaður á vettvangi sagði við kollega sinn að þetta myndi ekki enda vel“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Asískt þjófagengi rænir skrautfiskum og kórölum – Kjartan: „Ætli verðmæti þeirra hafi ekki verið um 100 þúsund krónur“

Asískt þjófagengi rænir skrautfiskum og kórölum – Kjartan: „Ætli verðmæti þeirra hafi ekki verið um 100 þúsund krónur“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Ég sakna þess ofboðslega mikið að fá ekki að tala við mömmu“

„Ég sakna þess ofboðslega mikið að fá ekki að tala við mömmu“