fbpx
Fréttir

Segir að Kötlugos hafi orðið árið 2011

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 3. desember 2017 09:18

Almennt hefur verið álitið að Katla hafi síðast gosið árið 1918 og telja margir að tími sé kominn á nýtt Kötlugos. Páll Einarsson prófessor telur hins vegar að Katla hafi gosið árið 2011, í flóðinu sem sópaði burtu brúnni yfir Múlakvísl.

Þetta kemur fram á Vísir.is. Þann 9. júlí árið 2011 varð hlaup undan Kötlu sem rauf hringveginn og skolaði burtu brúnni yfir Múlakvísl. Páll telur að þá hafi orðið lítið gos undir Mýrdalsjökli sem menn tóku ekki eftir af því það náði ekki í gegnum ísinn.

Páll segir að vísindamenn greini á um hvort gosið hafi í Kötlu árið 2011. Hins vegar bendi mælingar til þess að það hafi verið gos sem olli flóðinu.

Þá telur Páll að lítil leynigos hafi orðið í Bárðarbungu árið 2014 í undanfara Holuhraunsgossins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum
Stúlkurnar fundnar
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

DV vinsælt hjá vændiskonum

DV vinsælt hjá vændiskonum
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Pakistani í haldi grunaður um að hafa flutt inn tugi manns til Íslands

Pakistani í haldi grunaður um að hafa flutt inn tugi manns til Íslands
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Átta hjólbarðar sprungu í holu á Grindavíkurvegi

Átta hjólbarðar sprungu í holu á Grindavíkurvegi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pála beið í 10 ár eftir íbúð: Hefur þurft að flytja 35 sinnum – „Ég skil ekki tilganginn með þessu“

Pála beið í 10 ár eftir íbúð: Hefur þurft að flytja 35 sinnum – „Ég skil ekki tilganginn með þessu“