Fréttir

Segir að Kötlugos hafi orðið árið 2011

Ágúst Borgþór Sverrisson skrifar
Sunnudaginn 3. desember 2017 09:18

Almennt hefur verið álitið að Katla hafi síðast gosið árið 1918 og telja margir að tími sé kominn á nýtt Kötlugos. Páll Einarsson prófessor telur hins vegar að Katla hafi gosið árið 2011, í flóðinu sem sópaði burtu brúnni yfir Múlakvísl.

Þetta kemur fram á Vísir.is. Þann 9. júlí árið 2011 varð hlaup undan Kötlu sem rauf hringveginn og skolaði burtu brúnni yfir Múlakvísl. Páll telur að þá hafi orðið lítið gos undir Mýrdalsjökli sem menn tóku ekki eftir af því það náði ekki í gegnum ísinn.

Páll segir að vísindamenn greini á um hvort gosið hafi í Kötlu árið 2011. Hins vegar bendi mælingar til þess að það hafi verið gos sem olli flóðinu.

Þá telur Páll að lítil leynigos hafi orðið í Bárðarbungu árið 2014 í undanfara Holuhraunsgossins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Fréttir
Fyrir 1 klukkutíma síðan
Segir að Kötlugos hafi orðið árið 2011

Jónína segir skilið við ristilskolun

Fréttir
Fyrir 1 klukkutíma síðan
Jónína segir skilið við ristilskolun

Hvað segir pabbi?

Fyrir 2 klukkutímum síðan
Hvað segir pabbi?

Oddur sterki á Skaganum: Ritstjóri, fornmaður og athlægi

Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum síðan
Oddur sterki á Skaganum: Ritstjóri, fornmaður og athlægi

Vilhjálmur Birgisson: Lof og last

Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum síðan
Vilhjálmur Birgisson: Lof og last

Umboðsmaður verði lagður niður

Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum síðan
Umboðsmaður verði lagður niður

Lítt þekkt ættartengsl: Alþingismaðurinn og eiturpenninn

Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum síðan
Lítt þekkt ættartengsl: Alþingismaðurinn og eiturpenninn

Topparnir með kort spítalans á Nauthól

Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum síðan
Topparnir með kort spítalans á Nauthól

Líf Þorsteins breyttist þegar hann setti á sig naglalakk

Mest lesið

Ekki missa af

Á þessum degi …