Alvarleg hnífaárás á Austurvelli: Tveir menn fluttir á bráðamóttökuna

Karlmaður er í haldi Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu grunaður um að hafa stungið tvo menn með hnífi á Austurvelli í nótt. Brotaþolarnir voru báðir fluttir á bráðamóttöku Landspítalans, en annar þeirra er mjög alvarlega slasaður.

Að sögn lögreglu er ekki unnt að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.

Uppfært Samkvæmt Morgunblaðinu eru mennirnir sem urðu fyrir árásinni báðir frá Albaníu. Annar þeirra er í lífshættu. Árásarmaðurinn er íslenskur og er hann í haldi lögreglunnar. Hann verður yfirheyrður síðar í dag.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.