Fréttir

Trump blæs á loftslagsbreytingar: „Þetta gæti orðið kaldasta Gamlárskvöld allra tíma“

Ari Brynjólfsson
Föstudaginn 29. desember 2017 10:30

Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að það væri ekki svo slæmt að fá smá hnattræna hlýnun þar sem spáð er mjög köldu veðri á austurströnd Bandaríkjanna á Gamlárskvöld. CNN greinir frá því að Trump sé nú í jólafríi á Palm Beach að spila golf en þar er hitinn nú rúmlega 16 gráður en spáð er 11 stiga hita á morgun, 30. desember. Bandaríkjaforseti hefur verið eitthvað óhress með hitastigið og sagði á Twitter í gærkvöldi:

„Á austurströndinni þá gæti þetta orðið KALDASTA Gamlárskvöld sögunnar. Kannski væri bara gott að fá smá af gömlu góðu hnattrænni hlýnuninni sem við, en ekki önnur lönd, vorum að fara að borga BILLJÓNIR DALA til að berjast gegn. Klæðið ykkur vel!,“ sagði Trump á Twitter.

Bandaríkjaforseti virðist þarna vera að ruglast á veðri og loftslagi, en eins og NASA bendir á þá er veður aðstæðurnar í andrúmslofti jarðar til styttri tíma litið en loftslag er hins vegar hvernig andrúmsloft jarðar breytist til lengri tíma litið. Til að sjá hnattræna hlýnun þarf að skoða veðrið yfir langan tíma en fyrstu tíu mánuðir ársins voru þeir heitustu frá því mælingar hófust á níunda áratuga 19.aldar, aðeins eitt ár var heitara, það var árið 2016. Heitasta árið þar á undan var 2015 og þar á undan árið 2014.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Fréttir
Fyrir 2 dögum

Heimir eftirsóttur – Fengið fyrirspurnir frá bæði félagsliðum og landsliðum

Heimir eftirsóttur – Fengið fyrirspurnir frá bæði félagsliðum og landsliðum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þjóðin syrgir brotthvarf Heimis: „Takk fyrir allt þú hrausta hetja“

Þjóðin syrgir brotthvarf Heimis: „Takk fyrir allt þú hrausta hetja“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Eplaárásir og einelti í Grafarholti – Fjölskyldan grýtt og rúður brotnar – „Gjörsamlega óþolandi læti og öskur“

Eplaárásir og einelti í Grafarholti – Fjölskyldan grýtt og rúður brotnar – „Gjörsamlega óþolandi læti og öskur“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þjálfari yngri flokka jarðar landsliðsmann sem hæðist að því að allir krakkar fái medalíu – „Knattspyrna barna er ekki knattspyrna fullorðinna“

Þjálfari yngri flokka jarðar landsliðsmann sem hæðist að því að allir krakkar fái medalíu – „Knattspyrna barna er ekki knattspyrna fullorðinna“
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Hæsti hiti ársins í Reykjavík í dag

Hæsti hiti ársins í Reykjavík í dag
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Sumarið í kjölfar frostavetursins mikla var hlýrra en sumarið 2018

Sumarið í kjölfar frostavetursins mikla var hlýrra en sumarið 2018