fbpx
Fimmtudagur 24.janúar 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fáðu DV í áskrift

Þú getur valið prentáskrift eða vefáskrift

Sjá nánar eða Lesa blaðið
Fréttir

Trump blæs á loftslagsbreytingar: „Þetta gæti orðið kaldasta Gamlárskvöld allra tíma“

Ari Brynjólfsson
Föstudaginn 29. desember 2017 10:30

Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að það væri ekki svo slæmt að fá smá hnattræna hlýnun þar sem spáð er mjög köldu veðri á austurströnd Bandaríkjanna á Gamlárskvöld. CNN greinir frá því að Trump sé nú í jólafríi á Palm Beach að spila golf en þar er hitinn nú rúmlega 16 gráður en spáð er 11 stiga hita á morgun, 30. desember. Bandaríkjaforseti hefur verið eitthvað óhress með hitastigið og sagði á Twitter í gærkvöldi:

„Á austurströndinni þá gæti þetta orðið KALDASTA Gamlárskvöld sögunnar. Kannski væri bara gott að fá smá af gömlu góðu hnattrænni hlýnuninni sem við, en ekki önnur lönd, vorum að fara að borga BILLJÓNIR DALA til að berjast gegn. Klæðið ykkur vel!,“ sagði Trump á Twitter.

Bandaríkjaforseti virðist þarna vera að ruglast á veðri og loftslagi, en eins og NASA bendir á þá er veður aðstæðurnar í andrúmslofti jarðar til styttri tíma litið en loftslag er hins vegar hvernig andrúmsloft jarðar breytist til lengri tíma litið. Til að sjá hnattræna hlýnun þarf að skoða veðrið yfir langan tíma en fyrstu tíu mánuðir ársins voru þeir heitustu frá því mælingar hófust á níunda áratuga 19.aldar, aðeins eitt ár var heitara, það var árið 2016. Heitasta árið þar á undan var 2015 og þar á undan árið 2014.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Sjáðu magnað myndband Rúnars af bíræfnum bílaþjóf gómuðum af lögreglu

Sjáðu magnað myndband Rúnars af bíræfnum bílaþjóf gómuðum af lögreglu
Fréttir
Í gær

Sindri ákærður fyrir manndrápstilraun – Stakk Elmar margoft

Sindri ákærður fyrir manndrápstilraun – Stakk Elmar margoft
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hefur þú séð þennan bíl? Lögreglan leitar að honum

Hefur þú séð þennan bíl? Lögreglan leitar að honum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mynd dagsins: Keyrði fram hjá Háteigsskóla – „Þetta var einhver að flýta sér“

Mynd dagsins: Keyrði fram hjá Háteigsskóla – „Þetta var einhver að flýta sér“
Fyrir 3 dögum

Réttarkerfið kostaði Stacey lífið

Réttarkerfið kostaði Stacey lífið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögreglumönnum brugðið eftir atvik í morgun: „Lögreglumaður á vettvangi sagði við kollega sinn að þetta myndi ekki enda vel“

Lögreglumönnum brugðið eftir atvik í morgun: „Lögreglumaður á vettvangi sagði við kollega sinn að þetta myndi ekki enda vel“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Asískt þjófagengi rænir skrautfiskum og kórölum – Kjartan: „Ætli verðmæti þeirra hafi ekki verið um 100 þúsund krónur“

Asískt þjófagengi rænir skrautfiskum og kórölum – Kjartan: „Ætli verðmæti þeirra hafi ekki verið um 100 þúsund krónur“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Ég sakna þess ofboðslega mikið að fá ekki að tala við mömmu“

„Ég sakna þess ofboðslega mikið að fá ekki að tala við mömmu“