fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Nokkrir spádómar Stephen Hawking um framtíðina – Allt frá gervigreind til endaloka búsetu á jörðinni

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 29. desember 2017 07:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinn heimsþekkti breski prófessor Stephen Hawking er þekktur fyrir tímamótarannsóknir sínar og framlag sitt til vísindanna. Þrátt fyrir mikla líkamlega fötlun hefur hann ótrauður stundað rannsóknir áratugum saman en líklega er óhætt að fullyrða að hann sé einn greindasti maðurinn sem nú er uppi. Hann hefur ákveðnar skoðanir á ýmsum málum og hikar ekki við að láta þær í ljós. Framtíðin er honum hugleikin og hann hefur oft rætt um hana og sett fram spár um hvað bíður mannkynsins í framtíðinni.

Newsweek birti nýlega samantekt yfir nokkra af spádómum hans fyrir framtíðina og er við hæfi að renna yfir þá svona rétt fyrir áramót. Það er þó rétt að vara lesendur við að ekki gætir mikillar bjartsýni í þessum spádómum.

Við eigum aðeins 100 ár eftir hér á jörðinni að mati Hawking. Þetta sagði hann í maí og hafði þá breytt spádómi sínum frá 2016 en þá taldi hann að mannkynið ætti 1.000 ár eftir hér á jörðinni. Hawking telur að loftslagsbreytingar, loftsteinar sem lenda í árekstri við jörðina, farsóttir og mikill mannfjöldi valdi því að dómsdagur sé ekki svo fjarri okkur en 100 ár eru í dag næstum því bara einn mannsaldur.

Í heimildarmynd BBC, Expedition New Earth, sagði Hawking að mannkynið neyðist til að yfirgefa jörðina og flytja til annarra pláneta eða geimstöðva. Hann sagði að ef við verðum ekki í standi til að lifa á öðrum plánetum þá muni mannkynið deyja út á næstu árhundruðum.

Hvað varðar hnattræna hlýnun þá segir Hawking að mannkynið standi nú á tímamótum þar sem hnattræn hlýnun verði varla stöðvuð og jörðin verði á endanum eins og Venus þar sem hitastigið er 250 gráður og brennisteini rignir yfir plánetuna.

Í nóvember var vísindaráðstefnan Tencent WE Summit haldin og þar sagði Hawking að notkun mannkyns á rafmagni árið 2600 myndi hafa í för með sér að jörðin yrði eldrauð vegna framleiðslunnar á öllu þessu rafmagni. Hann benti að sögn á að mannkyninu hafi fjölgað mikið og tvöfaldast á 40 ára fresti og sú þróun geti ekki haldið áfram.

Í nóvember sagði Hawking að á endanum verði gervigreind að nýju lífsformi sem með tímanum muni útrýma mönnunum og taka stöðu mannkyns.

Hawking hefur ekki mikla trú á Donald Trump og fyrr á árinu sagði hann að Trump væri að ýta heiminum fram af bjargbrúninni þegar hann tilkynnti að Bandaríkin muni draga sig út úr Parísar-sáttmálanum sem er ætlað að takast á við losun gróðurhúsalofttegunda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“