Fréttir

Minnst 12 létust í eldsvoða í New York – 1 árs barn fannst látið í örmum móður sinnar

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 29. desember 2017 06:41

Að minnsta kosti 12 manns létust í eldsvoða í Bronx í New York í gærkvöldi að staðartíma. Að minnsta kosti 4 eru alvarlega slasaðir. Yfirvöld segja að reikna megi með að dánartalan muni hækka. Eitt fórnarlambanna var aðeins 1 árs. Barnið fannst látið í örmum móður sinnar sem hafði komið sér fyrir í baðkeri í einni íbúð hússins.

ABC News segir að eldurinn hafi komið upp um klukkan 19 að staðartíma í þriggja hæða fjölbýlishúsi. 170 slökkviliðsmenn börðust við eldinn.

Bill de Blasio, borgarstjóri, bað fólk um að hlúa að fjölskyldunum sem eiga um sárt að binda og biðja fyrir íbúum hverfisins.

Yfirvöld segja að líklega muni dánartalan hækka þegar hægt verður að rannsaka alla bygginguna. Fórnarlömbin voru á aldrinum 1 til 50 ára að sögn talsmanns slökkviliðsins. Fórnarlömbin fundust á öllum hæðum hússins.

Þetta er einn mannskæðasti eldsvoðinn í borginni á síðari tímum ef litið er framhjá hryðjuverkaárásunum 2001. Í mars 1990 létust 87 manns þegar eldur kom upp í næturklúbbi í Bronx.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Pia Kjærsgaard segir Pírata glíma við unglingaveiki

Pia Kjærsgaard segir Pírata glíma við unglingaveiki
Fréttir
Í gær

Danir hrauna yfir Íslendinga: Sjá tækifæri til að senda innflytjendur og múslima til Íslands – Athugasemdakerfi Extra Bladet logar

Danir hrauna yfir Íslendinga: Sjá tækifæri til að senda innflytjendur og múslima til Íslands – Athugasemdakerfi Extra Bladet logar