Ráðist á Dýrfinnu og Þórð vegna ásakana hennar um nauðgun: „Voru ekki ánægðir með það að ég opnaði mig“

Hún segir að þau séu bæði slösuð. Hann hafi brotið tönn meðan hún sé með verk í bakinu.
Dýrfinna og Þórður Hún segir að þau séu bæði slösuð. Hann hafi brotið tönn meðan hún sé með verk í bakinu.

Aðfaranótt Þorláksmessu réðust þrír karlmenn inn í vinnustofu í Reykjavík og lúskruðu á parinu Dýrfinnu Benitu, tónlistar- og myndlistarkonu, og Þórði Inga Jónssyni tónlistarmanni, betur þekktum sem Lord Pusswhip. Að sögn Dýrfinnu má rekja árásina til flokkadrátta í kjölfar þess að hún sakaði fyrrverandi kærasta sinn, Inga Kristján Sigurmarsson, um nauðgun. Ingi Kristján er þekktur fyrir að hafa kallað Egil Einarsson, Gillzenegger, „rapist bastard“.

Málið hefur tvístrað listahópum svo sem RWS, Grandabræðrum og Skiltamálun Reykjavíkur, en hluti meintra árásarmenn voru meðlimir í þeim öllum. RWS er hópur sem stendur að baki veggjalist eða veggjakroti og má sjá skammstöfunina víðsvegar um höfuðborgarsvæðið. Grandabræður er hópur hönnuða og myndlistarmanna frá Listaháskóla Íslands sem hafa staðið að baki ýmsum viðburðum svo sem Happy Festival. Skiltamálun Reykjavíkur er fyrirtæki sem setur upp veggverk listamanna, svo sem Ragnars Kjartanssonar í Breiðholti.

Guðmundur Páll Jónsson lögreglufulltrúi segir í samtali við DV að rannsókn málsins sé nýbyrjuð og þann 27. desember hafi verið tekin skýrsla af brotaþolum.

Braut tönn

Dýrfinna greindi frá málinu á Facebook-síðu sinni á Þorláksmessu. „Klukkan sex í morgun var ráðist inn í stúdíó þar sem ég og kærasti minn Þórður og vinir okkar, Marteinn og Alfreð, vorum að vinna saman í tónlist og eiga góðar stundir. Það var bankað á hurðina og Þórður fer til dyra til að athuga hver væri við. Er hann opnar hurðina þá grípur Brynjar Andrésson, þekktur sem Bibbi eða Kiddo, í hárið á honum og byrjar að kýla hann ítrekað í andlitið og fleygja honum um vinnustofuna, með Brynjari í för eru bræðurnir Högni Þorkelsson, þekktur sem Hógó, og Daníel Stefán Þorkelsson, þekktur sem Daníel Bachman eða DUST,“ skrifaði Dýrfinna. Viðurnefnin Kiddo og Dust vísa til veggjakrots eða „graff“ sem má sjá víða í Reykjavík.

Dýrfinna segir í samtali við DV að bæði hún og Þórður Ingi séu lemstruð eftir árásina. Hún hafi slasast í bakinu enda bakveik fyrir en Þórður hafi brotið tönn, fengið vægan heilahristing og sé nú marinn og bólginn á andliti og höfði. Hún segir að lögregla hafi mætt á vettvang en þá hafi mennirnir þrír verið horfnir á bak og burt.

Greinin birtist í heild sinni í áramótablaði DV

Yfirlýsing frá Inga Kristjáni Sigurmarssyni:

Í DV í dag er birt viðtal við Dýrfinnu Benitu, sem var sambýliskona mín 2010-2011. Í viðtalinu endurtekur hún það sem hún sagði fyrst í viðtali við Fréttatímann sumarið 2015, að henni hafi verið nauðgað af fjórum mönnum. Ég einn er nú nafngreindur. Það er sárt að sitja undir ásökunum af þessu tagi enda um að ræða hegningarlagabrot sem þungar refsingar fylgja og rétt að taka fram að engin kæra hefur verið lögð fram á mig og hafna ég alfarið þessum ósönnu fullyrðingum.

Það er mjög ámælisverð fréttamennska að birta viðtal með svo alvarlegum ásökunum á hendur einstaklingi án þess að bera það undir viðkomandi þannig að hann geti borið hönd fyrir höfuð sér. Ég mun því íhuga réttarstöðu mína af þessu tilefni.

Rétt er að geta þess að blaðamaður DV reyndi að hafa samband við Inga Kristján við vinnslu fréttarinnar

Viltu lesa meira? Þú getur strax lesið þessa grein og aðrar í heild sinni hér á DV.is með því að ýta á „Sjá meira“ og nýta þér hagstæða áskriftartilboð frá aðeins 928 kr. á mánuði.
Sjá meira »
Gleymt lykilorð?
Auglýsing

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.