Völva DV fyrir árið 2018: Eldgos, hneykslismál og skelfingu lostin heimsbyggð

Áramótaspá

Samstarf leiðtoga stjórnarflokkanna mun ganga vel, þeir virka samstíga og styðja hver annan.
Vinir Samstarf leiðtoga stjórnarflokkanna mun ganga vel, þeir virka samstíga og styðja hver annan.

Blaðamaður heldur á fund spákonunnar sem reyndist svo sannspá á síðasta ári. Hún býr í litlu grænmáluðu húsi rétt fyrir utan höfuðborgarsvæðið. Hún kemur til dyra og heilsar hlýlega og býður blaðamanni til stofu. Sem fyrr er kristalskúlan góða á stofuborðinu. Það er vistlegt og jólalegt hjá völvunni sem segir blaðamanni að hún sé mikið jólabarn og hafi alltaf verið. Hún býr ein en eiginmaður hennar lést fyrir einhverjum árum. Aðspurð segist hún halda jólin hátíðleg á heimili sonar síns og tengdadóttur í Kópavogi. Blaðamaður fær sér sæti í IKEA-sófanum og völvan sest andspænis honum. Eins og á síðasta ári vekja augu völvunnar sérstaka athygli blaðamanns, þau eru ekki bara góðleg, það er hreinlega eins og þau sjái í gegnum holt og hæðir.

Völvan segir að náttúruöflin muni minna rækilega á sig á árinu. Eldgos verður á Suðurlandi sem valda mun nokkru eignatjóni. Þessi eldsumbrot tengjast Kötlueldstöðinni og vatn mun flæða frá Mýrdalsjökli. Umbrotin verða þó á óvæntum stað og flóðin verða ekki eins og vísindamenn hafa gert sér í hugarlund. Byggð í sveitum er þó í mikilli hættu og víst er að einhverjir þurfa að flýja heimili sín fyrirvaralaust. Flugumferð mun leggjast af um tíma og íslenska og erlenda pressan fylgjast vel með. Björgunarsveitir landsins standa vaktina svo eftir verður tekið.

Öræfajökull heldur áfram að byggja sig upp fyrir næsta gos, þótt ekki sé líklegt að það verði alveg á næstunni. Kröftugur jarðskjálfti verður í grennd við Tröllaskaga og vekur ótta á Akureyri og nágrenni. Eignatjón verður þó ekki mikið. Völvan segir að nokkuð verði um jarðhræringar á næstu árum en ítrekar að fólk verði að halda ró sinni.

Viltu lesa meira? Þú getur strax lesið þessa grein og aðrar í heild sinni hér á DV.is með því að ýta á „Sjá meira“ og nýta þér hagstæða áskriftartilboð frá aðeins 928 kr. á mánuði.
Sjá meira »
Gleymt lykilorð?
Auglýsing

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.