fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Innlendur annáll – nóvember

Einar Þór Sigurðsson
Föstudaginn 29. desember 2017 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Annáll – Nóvember

Beit tunguna úr manni sínum

  1. nóvember
    Karlmaður var fluttur tungulaus á slysadeild eftir að kona beit hana úr honum. Var tungan saumuð í manninn á spítala en óvíst var með árangur aðgerðarinnar.

Beitti börn sín ofbeldi

  1. nóvember

Þriggja bana móðir var dæmd í tveggja ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að beita börn sín grófu ofbeldi á árunum 2012 til 2016. Beitti hún andlegum og líkamlegum refsingum, ógnaði þeim og sýndi þeim vanvirðandi háttsemi, yfirgang og ruddalegt athæfi.

Þrír létust í umferðarslysi

  1. nóvember

Karlmaður, kona og barn létust eftir að bifreið þeirra fór í sjóinn við höfnina á Árskógssandi. Fjölskyldan, sem var pólsk, var búsett í Hrísey og var hún á leiðinni í Hríseyjarferjuna þegar slysið varð.

Íslendingar í Bermúda-leka

  1. nóvember

Íslendingar eru meðal þeirra sem nýttu sér skattaskjól samkvæmt hinum svokölluðu Paradísarskjölum frá Appleby-lögmannsstofunni á Bermúda. Nöfn nokkurra tuga Íslendinga var að finna í skjölunum, en þó engin nöfn stjórnmálamanna.

Nýfætt barn hrifsað úr höndum móður

  1. nóvember

Hjónin Arleta og Adam Kilichowska urðu fyrir því áfalli að stúlkubarn sem Arleta fæddi var tekið frá henni á fæðingardeild Landspítalans, að kröfu barnaverndarnefndar Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu. Áður hafði önnur dóttir hjónanna, tveggja og hálfs árs gömul stúlka, verið tekin af þeim og sett í fóstur. Í viðtali við DV viðurkenndu Arleta og Adam að þau væru ekki fullkomnir foreldrar en bæði þau og lögmaður þeirra, Leifur Runólfsson, töldu aðgerðir barnaverndarnefndar alltof harkalegar.

Hetjudáð við Hringbraut

  1. nóvember

Kanadíski uppistandarinn York Underwood, sem búsettur er á Íslandi, vann sannkallaða hetjudáð þegar hann blés lífi í tveggja mánaða ungbarn en móðir barnsins kallaði á hjálp hans þar sem hann var gangandi á Hringbraut. Að sögn Yorks hreyfði barnið sig ekki fyrr en hann hafði hnoðað það nokkrum sinnum.

Brynjar hætti á Facebook

  1. nóvember
    Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, tók þá ákvörðun af heilsufarsástæðum að hætta á Facebook. Brynjar hafði farið mikinn á Facebook frá árinu 2012 og oft verið fjörugar umræður á Facebook-síðu hans.

Snorri fékk milljónir í bætur

  1. nóvember

Snorri Óskarsson, kenndur við Betel, fékk dæmdar 6,5 milljónir króna frá Akureyrarbæ. Snorra var sagt upp störfum sem kennari við Brekkuskóla í Akureyrarbæ sumarið 2012 eftir að hafa verið vikið tímabundið frá störfum í byrjun árs 2012. Ástæður uppsagnarinnar voru ummæli Snorra um samkynhneigð, en hann skrifaði bloggpistla sem Akureyrarbær taldi ekki samrýmast starfi kennarans.

Þórhalla send fjarri fjölskyldunni

  1. nóvember

Frétt DV um Þórhöllu Karlsdóttur, 91 árs konu, vakti mikla athygli. Hún hafði dvalið á Landspítalanum svo vikum skiptir en síðan var tekin ákvörðun um að senda hana á Akranes eða Borgarnes, fjarri ástvinum sínum. Eftir fréttaflutning DV var tekin ákvörðun um að senda Þórhöllu á Hrafnistu.

Ragnar birti mynd af Áslaugu Örnu

  1. nóvember

Ragnar Önundarson, fyrrverandi bankastjóri, vakti reiði margra þegar hann birti mynd af Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, þingmanni Sjálfstæðisflokksins, og gaf í skyn að hún byði upp á kynferðislega áreitni. Ragnar fékk yfir sig holskeflu af gagnrýni í kjölfarið.

Geir tapaði í Strassborg

  1. nóvember

Mannréttindadómstóll Evrópu úrskurðaði íslenska ríkinu í vil í Landsdómsmálinu svokallaða, máli Geirs H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra. Geir kvartaði til Mannréttindadómstólsins þar sem hann taldi að ákæran á hendur honum hafi verið af pólitískum toga, að gallar hafi verið á málatilbúnaði og að Landsdómur hafi ekki verið sjálfstæður og hlutlaus.

Björt formaður Bjartrar framtíðar

  1. nóvember

Björt Ólafsdóttir var kjörin formaður Bjartrar framtíðar, en hún tók við embættinu af Óttari Proppé. Björt framtíð beið afhroð í kosningunum í haust og náði ekki manni á þing.

Gylfi Ægisson heimilislaus

  1. nóvember
    DV greindi frá því að tónlistarmaðurinn Gylfi Ægisson væri heimilislaus og byggi í húsbíl í Laugardalnum. Þegar DV ræddi við hann hafði hann gist þar í tvær nætur. „Ég er hérna í Moby-Dick bílnum mínum og í nótt, ég ligg hérna við glugga, þá var koddinn hálf frosinn. Það lá við að ég þyrfti að rífa hann af hárinu,“ sagði Gylfi.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“
Fréttir
Í gær

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“
Fréttir
Í gær

Lamaðist fyrir neðan háls í alvarlegu slysi fyrir sjö árum en komst engu að síður á topp Hvannadalshnjúks

Lamaðist fyrir neðan háls í alvarlegu slysi fyrir sjö árum en komst engu að síður á topp Hvannadalshnjúks
Fréttir
Í gær

Gamlir geisladiskar nýttir í tölvuframleiðslu

Gamlir geisladiskar nýttir í tölvuframleiðslu
Fréttir
Í gær

Paul Watson undirbýr Operation ICESTORM – „Tíminn er liðinn hjá heimsins alræmdasta hvalveiðimanni, Kristjáni Loftssyni“

Paul Watson undirbýr Operation ICESTORM – „Tíminn er liðinn hjá heimsins alræmdasta hvalveiðimanni, Kristjáni Loftssyni“
Fréttir
Í gær

Fékk skilorð fyrir ofsafengna sveðjuárás

Fékk skilorð fyrir ofsafengna sveðjuárás