fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Þetta bar hæst í mars: Forstjóri handtekinn, Eurovision og gjaldþrot

Björn Þorfinnsson
Föstudaginn 29. desember 2017 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

3.mars

United Silicon-forstjóri handtekinn

DV upplýsir um að Magnús Garðarsson, fyrrverandi forstjóri og stærsti hluthafi United Silicon, hafi verið handtekinn undir lok ársins 2016, grunaður um að hafa með vítaverðum akstri valdið umferðarslysi á Reykjanesbraut. Magnús þverneitaði fyrir handtökuna í samtali við blaðið.

  1. mars

Gjaldþrot Brúneggja

Eigendur Brúneggja ehf. óska eftir að félagið sé tekið til gjaldþrotaskipta. Öllu starfsfólki fyrirtækisins var sagt upp. Ástæðan var afhjúpun Kastljóss á vítaverðum rekstri félagsins þann 28. nóvember 2016. Umfjöllunin varð til þess að öll eggjasala fyrirtækisins stöðvaðist og rekstri þess varð ekki bjargað.

  1. mars 2017

Hríseyjarnauðgarinn finnst látinn

Eiríkur Fannar Traustason finnst meðvitundarlaus í klefa sínum í fangelsinu á Akureyri og er fluttur þungt haldinn á gjörgæsludeild. Hann er úrskurðaður látinn tveim dögum síðar. Eiríkur Fannar afplánaði fimm ára fangelsisdóm sem hann hlaut í Hæstarétti um mitt ár 2016 fyrir að nauðga fransrki stúlku í Hrísey. Þá var annað kynferðisbrot Eiríks Fannars í ákæruferli.

  1. mars 2017

Annþór og Börkur loks sýknaðir

Annþór Kristján Karlsson og Börkur Birgisson eru sýknaðir í Hæstarétti en þeim var gefið að sök að hafa veitt Sigurði Hólm Sigurðssyni áverka sem leiddu til dauða hans í maí 2012. Hæstiréttur staðfesti þar með niðurstöðu Héraðsdóms Suðurlands frá því í fyrra.

  1. mars 2017

Svala fulltrúi Íslands í Eurovision

Svala Björgvinsdóttir vann öruggan sigur í undankeppninni fyrir Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Lag hennar, Paper, hlaut flest atkvæði í einvígi gegn senuþjófinum Daða Frey Péturssyni sem flutti lagið Is This Love.

Mynd: 2017 MICHAEL CAMPANELLA

  1. mars

Gjaldeyrishöft afnumin

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra greinir frá á blaðamannafundi að fjármagnshöft verði afnumin á einstaklinga, fyrirtæki og lífeyrissjóði.

  1. mars

Magnús handtekinn vegna heimilisofbeldis í Texas

Íslenskur karlmaður á fertugsaldri, fyrrverandi forstjóri og þekktur maður í heimi viðskipta á Íslandi, var á fimmtudag handtekinn af lögreglunni Austin í Texas, fyrir að beita fjölskyldumeðlim ofbeldi.
Lögregla handtók manninn um miðja nótt, klukkan 02.15 að staðartíma. Var hann færður á lögreglustöð og skoðaður þar af heilbrigðisstarfsmanni. Meint brot hans voru færð til bókar klukkan 03.32, samkvæmt upplýsingum sem DV bárust frá lögreglunni í Austin.
Hann var fluttur í Travis County Jail í Texas og var í haldi þar til síðdegis næsta dag.
Manninum var sleppt klukkan 16.47 á föstudag. Honum var gert að greiða sex þúsund dollara í tryggingarfé, eða um 667 þúsund krónur, en sætir að líkindum farbanni. Hann getur þó óskað eftir leyfi til að ferðast.
Maðurinn hefur ekki hlotið refsidóm, svo DV sé kunnugt um.

  1. mars 2017

Ragnar Þór nýr formaður VR

Ragnar Þór Ingólfsson hefur óvænt betur í kosningum gegn sitjandi formanni VR, Ólafíu B. Rafnsdóttur. Ragnar Þór hlaut tæp 63% greiddra atkvæði en Ólafía 37.

Mynd: Brynja

  1. mars

Íslenska ríkið braut á Steingrími Sævari

Mannréttindadómstóll Evrópu kemst að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið hafi brotið gegn Steingrími Sævari Ólafssyni, þáverandi ritstjóra Pressunnar, þegar hann var dæmdur í Hæstarétti til að greiða Ægi Geirdal miskabætur fyrir umfjöllun sem birtist í nóvember árið 2010. „Fyrst og fremst sigur fyrir blaðamenn á Íslandi,“ segir Steingrímur Sævar.

  1. mars

HB Grandi lokar á Akranesi

HB Grandi ákveður að láta af botnfiskvinnslu á Akranesi. 86 starfsmenn missa vinnuna, meirihlutinn konur.

  1. mars

Mútur bornar á Sigmund Davíð

„Orðalagið var með ýmsum hætti en ekki hægt að skilja það öðruvísi en svo að miðað við þá hagsmuni sem þarna væru undir þá gætu menn vel hugsað sér að sjá af örlítilli prósentu til að liðka fyrir samningum og sú litla prósenta væri umtalsverð upphæð,“ segir Sigmundur Davíð í samtali við DV og tekur þar með af öll tvímæli um að einstaklingar á vegum vogunarsjóða hafi boðið honum mútur fyrir hagfellda niðurstöðu í viðræðum við íslensk stjórnvöld. Áður hafði Sigmundur Davíð gefið slíkt í skyn í útvarpsviðtali á Bylgjunni.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

  1. mars

Sláandi niðurstaða rannsóknarnefndar

Rannsókarnefnd Alþingis kynnir skýrslu sína þar sem nefndin kemst að þeirri niðurstöðu að kaup þýska bankans Hauck & Aufhäuser á 45,8% hlut í Búnaðarbanka Íslands af íslenska ríkinu í janúar 2003 hafi verið til málamynda. Margir nafntogaðir Íslendingar komu að fléttunni en lykilmennirnir voru Ólafur Ólafsson, fyrrverandi stjórnarformaður Eglu, Guðmundur Hjaltason, fyrrverandi framkvæmdastjóri sama félags, Sigurður Einarsson og Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri og aðstoðarforstjóri Kaupþings á þeim tíma.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi