fbpx
Fimmtudagur 24.janúar 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fáðu DV í áskrift

Þú getur valið prentáskrift eða vefáskrift

Sjá nánar eða Lesa blaðið
Fréttir

Móðir fékk áfall þegar hún áttaði sig á innihaldi andlitsfarða sex ára dóttur sinnar

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 28. desember 2017 21:00

„Ég fékk algjört áfall,“ segir Kristi Warner, lögfræðingur á Rhode Island í Bandaríkjunum, um augnablikið þegar hún áttaði sig á því hvaða efni voru í vinsælum andlitsfarða sem markaðssettur er fyrir börn. Sjálf á Kristi sex ára dóttur sem notað hafði farðinn.

Rannsókn leiddi í ljós að asbest var að finna í farðanum sem keyptur var í verslun Claire‘s og markaðssettur undir sama nafni.

Eins og kunnugt er er efnið asbest samheiti yfir nokkrar steintegundir sem mynda fíngerða kristalsþræði. Asbest var víða notað í heiminum til hitaeinangrunar í húsum en efnið hefur nú verið bannað í nær öllum löndum heims því það brotnar mjög auðveldlega niður og myndar asbestryk sem líkist litlum nálum. Við innöndun festist rykið auðveldlega í lungum.

Á löngum tíma getur asbestryk valdið miklum skaða í lungum sem kemur ekki fram fyrr en eftir nokkra áratugi og þá sem steinlunga, lungnakrabbamein eða fleiðrukrabbamein. Allir þessir sjúkdómar eru alvarlegir og er steinlunga til dæmis óafturkræfur.

Warner starfar sem lögfræðingur fyrir lögfræðifyrirtæki á Rhode Island, en umrætt fyrirtæki hefur tekið að sér mál sem lúta að asbestmengun og óæskilegum innihaldsefnum í snyrtivörum. Warner ákvað að kanna innihald farðans sem dóttir hennar notar og þá komst hún að því hann innihélt asbest.

„Maður gerir ráð fyrir að vörur ætlaðar börnum séu öruggar,“ segir Warner.

Claire‘s hefur brugðist við þessu með því að stöðva sölu á níu vörutegundum meðan á rannsókn stendur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Sjáðu magnað myndband Rúnars af bíræfnum bílaþjóf gómuðum af lögreglu

Sjáðu magnað myndband Rúnars af bíræfnum bílaþjóf gómuðum af lögreglu
Fréttir
Í gær

Sindri ákærður fyrir manndrápstilraun – Stakk Elmar margoft

Sindri ákærður fyrir manndrápstilraun – Stakk Elmar margoft
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hefur þú séð þennan bíl? Lögreglan leitar að honum

Hefur þú séð þennan bíl? Lögreglan leitar að honum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mynd dagsins: Keyrði fram hjá Háteigsskóla – „Þetta var einhver að flýta sér“

Mynd dagsins: Keyrði fram hjá Háteigsskóla – „Þetta var einhver að flýta sér“
Fyrir 3 dögum

Réttarkerfið kostaði Stacey lífið

Réttarkerfið kostaði Stacey lífið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögreglumönnum brugðið eftir atvik í morgun: „Lögreglumaður á vettvangi sagði við kollega sinn að þetta myndi ekki enda vel“

Lögreglumönnum brugðið eftir atvik í morgun: „Lögreglumaður á vettvangi sagði við kollega sinn að þetta myndi ekki enda vel“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Asískt þjófagengi rænir skrautfiskum og kórölum – Kjartan: „Ætli verðmæti þeirra hafi ekki verið um 100 þúsund krónur“

Asískt þjófagengi rænir skrautfiskum og kórölum – Kjartan: „Ætli verðmæti þeirra hafi ekki verið um 100 þúsund krónur“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Ég sakna þess ofboðslega mikið að fá ekki að tala við mömmu“

„Ég sakna þess ofboðslega mikið að fá ekki að tala við mömmu“