fbpx
Fimmtudagur 24.janúar 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Orðið á götunni

Er braggamálið frávik ?

Fáðu DV í áskrift

Þú getur valið prentáskrift eða vefáskrift

Sjá nánar eða Lesa blaðið
Fréttir

Miðaldra bandarísk kona í verksmiðju Nestle átti sér hrikalegt leyndarmál

Var dæmd í fjórtán ára fangelsi fyrir glæpi gegn mannkyni

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 28. desember 2017 22:00

Árið 2011 starfaði Azra Basic, bandarískur ríkisborgari, í verksmiðju Nestle í Kentucky-ríki í Bandaríkjunum. Azra þessi virtist ósköp venjuleg kona en síðar kom upp úr krafsinu að konan ætti sér býsna skuggalegt vandamál og hefði ef till meira á samviskunni en flestir.

Þetta ár var Azra handtekin af bandarískum sérsveitarmönnum vegna gruns um aðild að stríðsglæpum í Bosníustríðinu á tíunda áratug liðinnar aldar. Azra flutti til Bandaríkjanna árið 1994, tók upp nýtt nafn og varð fullgildur bandarískur ríkisborgari árið 2007.

Það var svo fjórum árum síðar, árið 2011, að Azra var handtekin eftir að bandarískum yfirvöldum höfðu borist ábendingar um að þar færi stríðsglæpamaður. Svo fór að Azra var hneppt í varðhald og loks framseld til Bosníu þar sem hennar beið ákæra fyrir hrikaleg voðaverk.

Í ákæru kom meðal annars fram að Azra, 58 ára Bosníu-Króati að uppruna, hafi tekið þátt í pyntingum á serbneskum föngum meðan á stríðinu stóð. Hún hafi meðal annars neytt fanga til að skríða á glerbrotum, hún hafi drepið fanga með því að stinga hann í hálsinn, brennimerkt fanga og skorið þá. Þá hafi hún neytt minnst einn fanga til að drekka bensín áður en hún kveikti í andliti hans og höndum.

Fyrr í þessari viku var Azra dæmd í fjórtán ára fangelsi í Bosníu fyrir stríðsglæpi. Er um að ræða þyngsta dóm sem kona hefur hlotið í tengslum við voðaverkin á Balkansskaga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Sjáðu magnað myndband Rúnars af bíræfnum bílaþjóf gómuðum af lögreglu

Sjáðu magnað myndband Rúnars af bíræfnum bílaþjóf gómuðum af lögreglu
Fréttir
Í gær

Sindri ákærður fyrir manndrápstilraun – Stakk Elmar margoft

Sindri ákærður fyrir manndrápstilraun – Stakk Elmar margoft
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hefur þú séð þennan bíl? Lögreglan leitar að honum

Hefur þú séð þennan bíl? Lögreglan leitar að honum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mynd dagsins: Keyrði fram hjá Háteigsskóla – „Þetta var einhver að flýta sér“

Mynd dagsins: Keyrði fram hjá Háteigsskóla – „Þetta var einhver að flýta sér“
Fyrir 3 dögum

Réttarkerfið kostaði Stacey lífið

Réttarkerfið kostaði Stacey lífið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögreglumönnum brugðið eftir atvik í morgun: „Lögreglumaður á vettvangi sagði við kollega sinn að þetta myndi ekki enda vel“

Lögreglumönnum brugðið eftir atvik í morgun: „Lögreglumaður á vettvangi sagði við kollega sinn að þetta myndi ekki enda vel“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Asískt þjófagengi rænir skrautfiskum og kórölum – Kjartan: „Ætli verðmæti þeirra hafi ekki verið um 100 þúsund krónur“

Asískt þjófagengi rænir skrautfiskum og kórölum – Kjartan: „Ætli verðmæti þeirra hafi ekki verið um 100 þúsund krónur“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Ég sakna þess ofboðslega mikið að fá ekki að tala við mömmu“

„Ég sakna þess ofboðslega mikið að fá ekki að tala við mömmu“