fbpx
Fimmtudagur 24.janúar 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fáðu DV í áskrift

Þú getur valið prentáskrift eða vefáskrift

Sjá nánar eða Lesa blaðið
Fréttir

Konan sem skaut sjálfa sig í andlitið segir sögu sína

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 28. desember 2017 09:55

Christen McGinnes skaut sjálfa sig í höfuðið árið 2010. Hún missti hægra kjálkabein, þriðjung af tönnum sínum og tungu við sjálfsvígstilraunina. Christen reyndi að svipta sig lífi eftir að hafa barist við andleg veikindi í kjölfar erfiðara atburða.

„Fyrir 2009 átti ég frábært líf. Ég átti marga vini, ég elskaði vinnuna mína og amma mín var besta vinkona mín. Svo fór allt til helvítis. Ég missti vinnuna. Amma mín dó. Ég var í sambandi með virkilega vingjarnlegum náunga. Ég flutti inn til hans og hann hætti síðan með mér. Ég tapaði öllu sparifénu mínu og byrjaði að drekka heiftarlega. Á þessum tíma þá taldi ég að það rétta í stöðunni væri að drepa sjálfa mig,“ sagði Christen við Barcroft TV.

Þegar Christen skaut sjálfa sig var herbergisfélagi hennar sofandi í næsta herbergi. Herbergisfélaginn hringdi í sjúkrabíl sem fór með Christen á sjúkrahús.

Christen var í dái í þrjá vikur. Hún hefur farið í 49 skurðaðgerðir til að endurbyggja andlit sitt. Hún mun þurfa að fara í fleiri aðgerðir í framtíðinni.

Sá hvað hún átti marga að

„Ég held að stærsta breytingin fyrir mig var að sjá hversu mikinn stuðning ég hafði í raun og veru, og hversu mörgum þótti virkilega vænt um mig. Það tók reiðina og þunglyndið í burtu.“

Christen vinnur nú sjálfboðavinnu hjá Trauma Network Centre. Hún er einnig ötull talsmaður þess að talað sé opinskátt um andleg veikindi.

„Með því að tala um sjálfsvíg og viðurkenna að við höfum verið þar, þá veit annað fólk að það er ekki aleitt.“

Horfðu á Christen segja sögu sína hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Sjáðu magnað myndband Rúnars af bíræfnum bílaþjóf gómuðum af lögreglu

Sjáðu magnað myndband Rúnars af bíræfnum bílaþjóf gómuðum af lögreglu
Fréttir
Í gær

Sindri ákærður fyrir manndrápstilraun – Stakk Elmar margoft

Sindri ákærður fyrir manndrápstilraun – Stakk Elmar margoft
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hefur þú séð þennan bíl? Lögreglan leitar að honum

Hefur þú séð þennan bíl? Lögreglan leitar að honum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mynd dagsins: Keyrði fram hjá Háteigsskóla – „Þetta var einhver að flýta sér“

Mynd dagsins: Keyrði fram hjá Háteigsskóla – „Þetta var einhver að flýta sér“
Fyrir 3 dögum

Réttarkerfið kostaði Stacey lífið

Réttarkerfið kostaði Stacey lífið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögreglumönnum brugðið eftir atvik í morgun: „Lögreglumaður á vettvangi sagði við kollega sinn að þetta myndi ekki enda vel“

Lögreglumönnum brugðið eftir atvik í morgun: „Lögreglumaður á vettvangi sagði við kollega sinn að þetta myndi ekki enda vel“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Asískt þjófagengi rænir skrautfiskum og kórölum – Kjartan: „Ætli verðmæti þeirra hafi ekki verið um 100 þúsund krónur“

Asískt þjófagengi rænir skrautfiskum og kórölum – Kjartan: „Ætli verðmæti þeirra hafi ekki verið um 100 þúsund krónur“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Ég sakna þess ofboðslega mikið að fá ekki að tala við mömmu“

„Ég sakna þess ofboðslega mikið að fá ekki að tala við mömmu“